Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1924, Page 62

Eimreiðin - 01.10.1924, Page 62
374 FEGURSTU STAÐIRNIR EIMREIÐIN þótt hún hefði farið til Honolulu eða Japan, myndi henni naumast hafa hætt að leiðast fyrir því. „Römm er sú taug, sem rekka dregur föðurtúna til“. Ólafur Ó/afsson. Mansöngur. Eftir Sigurjón Friðjónsson. (Sigurjón skáld Friðjónsson er nú að yrkja rímur af Helga kongi Hálfdánarsyni og hefur sent Eimreið nokkur sýnishorn. Hér birtist man- söngurinn að fyrstu rímunni.) Vaka í blævi vorsins þrár, vaka í hörpu söngum. »Uti’ ert þú við eyjar blár; eg er seztur að dröngum«. Út eg horfi á eyjasund. En hvað það væri gaman ef við mættum yndisstund eiga’ að vori saman. Visnar hamur í veraldar elg, velktur í krapa spori. En ef við köstum ellibelg aftur, á næsta vori? Dunar foss í feigðar skor, falinn rökkurhjúpi. En með blænum eilíft vor angar úr tímans djúpi. Bjarmaskrúð á birkilund breiðir röðull fagur. Út eg horfi á eyjasund. Enn er risinn dagur.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.