Eimreiðin - 01.10.1924, Page 71
eimreiðin
RITSJÁ
383
en annars eru höfundarnir vestur-íslendingar. Páll Bjarnason cand. phil.
r>tar fróðlega grein um afrunamáltæki. Sögur eru í ritinu eftir J. Magnús
Bjarnason, Arnrúnu frá Felli, Quðrúnu N. Finnsdóttur og Jóhannes P.
Pálsson Iækni, ennfremur æfintýri og ljóð eftir ýmsa, o. fl. Ritstjórinn
skrifar um þá tvo vestur-íslendinga, sem einna mest frægðarorð hefur
farið af síðastliðið ár, þau Láru Goodman Salverson, höfund sögunnar
»The Viking Heart", og Emile Walters málara. Fylgir mynd af báðum.
Frú Lára er þegar orðin þjóðfræg vestra fyrir þessa bók sína. Eimreiðin
hefur enn ekki náð í söguna sjálfa, en í ritdómum um hana er látið mjög
veI af henni. Áður hafði frúin vakið eftirtekt á sér með smásögum, sem
birzt hafa í tímaritum og dagblöðum vestra og vann frægan sigur árið
'922 í verðlaunasamkepni, fyrir sögu, er hún nefndi „Hidden Fire“ (Fal-
>nn eldur) — og keptu þó sjötfu rithöfundar um verðlaunin. Emile Wal-
,ers hefur selt Bandaríkjastjórn eitt málverka sinna, og á það að varð-
veitast í málverkasa! þjóðlistasafnsins í Washington, en inn á það safn
boma ekki aðrir myndum en þeir, sem hlotið hafa alveg sérstaka viður-
benningu sem listamenn.
Þjóðræknisfélagið vestra hefur unnið gott starf á stutlum tíma, og
vonandi á það langa lífdaga framundan. Ef dæma má af þeim myndar-
brag, sem er á tímariti þess, stendur félagið nú í miklum blóma. Er og lík-
'egt, að ritið nái vinsældum einnig hér heima. Væri það vel, að héðan
væri leitast við að styrkja félagið. Það ætti að vera öllum íslendingum
lafnt áhugamál, að hagur þess yrði sem beztur. Sv. S.
Sigurfón Jónsson: GLÆSIMENSKA. Skáldsaga. Rvík. 1924.
Bók þessi er áframhald af sögunni „Silkikjólar og vaðmálsbuxur",
sem kom út fyrir tveim árum, en þó sjálfstæð heild. Sigurjón er ötull
rithöfundur og virðist hafa allríka meðvitund um köllun sína sem skálds.
Sagan snýst um lögfræðisnema einn, Jón að nafni, sem að lokum verður
alþingismaður og ráðherra. Jón er flagari, drykkfeldur og mesti siðleys-
lngi. En hann er um leið metorðagjarn og ófyrirleitinn. Höf. lætur hann
s,anda sigri hrósandi í sögulok sem æðsta embættismann landsins. —
Maupassant hefur lýst svipaðri skapgerð í sögu sinni „Bel-Ami“, en af
rneiri list í frásögn og stíl en Sigurjón, enda er Sigurjóni ekki ætíð lélt
uni stíl, og stundum koma fyrir smekkleysur, eins og t. d. pönnuköku-
lesturinn í 1. kafla, sem endar á þessari heimspekilegu setningu: „Það er
a'taf einhver að baka pönnnukökur", (sem á þó aldrei að vera stæling á
°rðunum í sögu Einars H. Kvaran, Ofurefli: Annars er altaf einhver að