Eimreiðin - 01.07.1927, Page 40
TIL GRIÐASTAÐAR
eimreiðin
I drungaskýi drösull hnaut.
Ég datt af baki, á fold;
því ítak þinglýst á í mér
sú eigingjarna mold.
Um augun greip ég eins og skáld,
á eigin bragði er hnaut,
er botna skyldi bragarhátt
og búa ljóð í skraut.
Hve sneyptur lít ég yfrum öxl
og önn fyr’ slysni líð.
Af oflætinu oddinn brýt,
er erfði ég forðum tið.
Mér finst sem á mig farg sé lagt,
að falli á bjóstið steinn,
er tækifæris dýrð er drekt
í djúpi, er stikar neinn.
í líma skyldi ég leggja mig
að leita um storð og sæ
að augnablika auði þeim,
sem ungur henti á glæ.
En fyrri verða að fræjum tár,
að fugli slanga bjúg,
en' andrá fáist endurheimt,
sem óhirt gekk í súg.
Ef hvítra töfra Iéki ég list,
það lið mér veitti hún,
að enn í vændum ætti ég þó
af æfidegi brún. —
Hve roskinn maður dregur dám
af dægurflugna mold,
og hvað hann getur elskað enn
sitt eymslum brenda hold.