Eimreiðin - 01.07.1927, Síða 45
eimketðin
NÝ HEIMSSKOÐUN
237
aðeins æ fullkomnara og fjölbreyttara eftir því sem ofar kem-
ur á sviðunum. í þessu ber öllum andaheimalýsingum saman.
Sálarrannsóknamenn munu yfirleitt ekki telja sig geta neitt
sagt um, hvar annar heimur sé, og ekki fremur þeir af þeim,
sem gegnir eru úr skugga um framhald lífsins. Sir Oliver
Lodge, sem mikið hefur um þessi mál ritað, og er í miklu
áliti sem vísindamaður, virðist helst hallast að því, að fram-
haldslífið haldi áfram í ljósvakanum undir einhverjum skilyrð-
Um, sem ennþá séu að mestu ókunn. Sumir rita mikið um
fjórðu víðáttuna og telja, að með aukinni þekkingu á henni
muni oss opnast skilningur á því atriði, hvar annar heimur
sé í raun og veru. Undantekning er að rekast á þá skoðun
í nútíðarritum um framhaldslífs-fræði, að annar heimur sé
á öðrum stjörnum. Þó kemur þetta fyrir, svo sem í sumum
ntum franska stjörnufræðingsins Camille Flammarions (t. d.
sem fagur skáldskapur í Úraníu), og í bókum H. Dennis
Bradleys. Þannig segir andinn Jóhannes, að eftir andlátið
komi menn fram á annari stjörnu og flytjist síðan frá einni
stjörnu til annarar. (Sjá H. Dennis Bradley: Towards the
Stars, bls. 292). Mörg fleiri dæmi mætti nefna, þar sem mjög
uærri er verið þessari skoðun, bæði úr bókum þessa höfundar
°9 öðrum, þar sem sagt er af dulrænum fyrirbrigðum. Það
er þá hjá öndunum sjálfum, sem þessarar skoðunar gætir, en
svo er eins og ritarar bókanna hafi ekki veitt því eftirtekt,
hvað verið er að segja, eða þeir lagt það út á annan veg
eu beinast Iá við eftir orðum hinna.
I ritgerð þeirri um stjörnulíffræði, sem áður er nefnd, gerir
höfundurinn grein fyrir því, hvernig »að sá sem var liðið lík
a jörðu hér, og jafnvel brendur til ösku, getur nokkru síðar
9ert vart við sig og þá verið íbúi annarar stjörnu*. Fyrir
Lfgeislan og magnan gerist þetta, en að maðurinn komi fram
a annari stjörnu eftir líkamsdauðann telur höfundurinn sig
e*nkum hafa fundið með rannsóknum sínum á eðli drauma
°9 því sem gerist á miðilsfundum, auk þess styðji þá skoðun
s,na fjölmargt í fornri, einkum grískri, speki, en með Grikkjum
•num fornu og íslendingum hafi mannkynið komist á hæst
f^g. Af öllum mönnum stendur lífgeislan æfilangt. Fram á
Pae hafa sýnt ýmsir erlendir rannsóknarar, svo sem rafmagns-