Eimreiðin - 01.07.1927, Síða 50
242
TVÆR RITGERÐIR
eimreiðin
bandið við hinar fullkomnari lífstöðvar komist í gott lag. En
nú erum vér líkt staddir og líkamshluti, sem blóðið aðeins á
mjög ófullnægjandi hátt gæti streymt til að næra. Það er af
þeirri ástæðu, sem þessi visnun er í lífinu hér, og mest þar
sem fullkomnast gæti orðið, ef vel vegnaði.
III.
Stefna þessi, sem hér er haldið fram, er ekki nein fjand-
skaparstefna, heldur vill meta hið góða, hvar sem það er, og
koma fram með nærgætni og vinsemd gagnvart öllum, eftir
því sem framast er unnt. En enganveginn megum vér gleyma
því, að hin litla íslenska þjóð er fyrirlitin af heiminum. Eng-
inn grunur er til hjá öðrum þjóðum — sem nálega allar eru
stórþjóðir í samanburði við oss — um þýðingu þessarar smá-
þjóðar. Vér verðum sjálfir að uppgötva þessa þýðingu og f3
heiminn til að skilja hana. Og varast verðum vér að láta oss
vaxa svo í augum það, sem hinar stærri og gengismeiri þjóðir
halda að oss, að vér svíkjum sjálfa oss og sannleikann. Það
er ætlunarverk Islendinga, þjóðarinnar sem á í bókrnentum
sínum Landnámu og Heimskringlu, að eiga upptökin að þvu
að ríki sannleikans verði stofnsett á jörðu hér.
Hið norræna kyn verður að vera í fylkingarbrjóstinu, ef
takast á að bjarga mannkyninu. Og læra þó betur en nú er,
að þekkja sjálft sig og sitt ætlunarverk. En án íslendinga
getur það ekki orðið, eins og þegar fyrir löngu er í Ijós komið-
IV.
Meðal íslendinga, bæði heima og erlendis, eru nú npP1
margir ágætir gáfumenn, sem auðvelt væri að skilja, að eg
fer með rétt mál, ef þeir aðeins hirtu um að reyna. En áður
en mörg ár verða liðin frá því, að menn vilja vera mér sam-
taka um hinn nauðsynlega skilning, sem hér hefur nú enrl
verið nokkuð af sagt, þá mun frægð og farsæld hinnar lS
lensku þjóðar hafa margfaldast. Og eigi aðeins íslenzku
arinnar. Þetta segi ég hiklaust, og mundi ég þar vilja V1
leggja, eigi aðeins höfuð mitt, heldur líf mitt að eilífu, ef sh