Eimreiðin - 01.07.1927, Síða 54
246
BARÁTTAN UM OLÍUNA
eimreidiN
en á þeim bygði svo James Watt, er hann bjó til gufuvélina,
vélina, sem framleiddi starfandi kraft úr steindauðum kolum.
Rúmtaksaukning vatns við upphitun er undirstaða gufuvélar-
innar, og rúmtaksaukning og efnabreyting vatns og olíu við
sprengingu er undirstaða mótoranna. í þriðja lagi hefur aukin
þekking á rafmagninu leitt til þess, að hægt er að nota stað-
bundna orku í stórum stíl, breyta henni í raforku og láta
hana streyma langar leiðir. Orkulindir véla-aldarinnar eru því
aðallega þrjár: kol, olía og rennandi vatn.
Þessi þrjú vinnuhjú hefur mannkynið eignast á síðastliðnum
100 árum, og á þeim byggjast allar verklegar framfarir nú-
tímans. Það er hinn aukni kraftur, sem veldur hamskiftunum,
er orðið hafa á atvinnuvegum þjóðanna og samgöngum.
Orkan, sem mannkynið notar í þjónustu sinni, hefur hundrað-
faldast mörgum sinnum. Maður, sem vinnur í kolanámu,
framleiðir orkugjafa, sem er um það bil 2000 sinnum meiri
en líkamskraftar hans sjálfs, og þannig framleiða þær 3—4
miljónir manna, sem starfa í kolanámum heimsins, orkugjafa,
sem nemur meiru en orku alls uppkomins fólks í veröldinni.
Mannsorkan er talin að jafngilda tíunda hluta úr hestorku.
Með erfiði í 8 klukkustundir lætur maðurinn ekki meiri orku
í té en felst í einu kílói af kolum. Vinni hann við kolabrot
í meðalnámu, losar hann um 2000 kg. á dag eða orku sína
tvöþúsundfalda, eins og áður er sagt. — Enn þá oftar marg-
faldast orka þeirra manna, sem vinna að olíuframleiðslu. Og
allra oftast þau dagsverkin, sem unnin eru að virkjun vatns,
því þau beizla orku, sem ekki eyðist jafnharðan, eins og kolin
og olían, heldur er sístarfandi.
Er nokkur furða, þó þessi margföldun starfandi orku i
heiminum hafi haft miklar afleiðingar? Þegar á alt er litið
er mesta furða, að breytingarnar skuli ekki vera meiri en
raun er á orðin. Notkun náttúruorkunnar hefur gert einstakl-
ingnum ómögulegt að keppa með handavinnu sinni við sams-
konar vélaiðnað, en vélarnar eru »hendur« náttúruorkunnar,
sterkari og fimari til þeirrar iðju, sem þær stunda, en manna-
hendur. Gildi líkamsorku mannsins minkar við notkun náttúru-
kraftanna, en gildi sálarorku hans vex að sama skapi. Mað-
urinn verður orkustjórnandi í stað orkugjafa, hann leggur til