Eimreiðin - 01.07.1927, Síða 61
eimreiðin
BARÁTTAN UM OLÍUNA
253
þær lindir þeirra, sem menn nú þekkja, ekki enst lengur en
fimtán ár. Nú eru olíusvæði Bandaríkjanna betur rannsökuð
en önnur olíusvæði í heiminum, og því ekki hægt að gera sér
miklar vonir um, að nýjar lindir finnist þar. Framleiðslan hef-
ur aukist úr 200 upp í 700 miljónir tunnur á árunum 1909—
’23. Fyrstu fimm árin af þessu tímabili voru boraðar 90,000
leitunarholur, og var sjötta hver olíulaus, næstu fimm árin
110,000 holur, og var fimta hver tóm. Og síðustu fimm árin
130,000 holur, og var fjórða hver tóm.
Það væri samt svartsýni að ætla, að heimurinn verði orð-
inn olíulaus eftir tuttugu ár. Vitanlega finnast nýjar lindir, og
einkum gera menn sér vonir um, að Asía verði hjálparhella í
framtíðinni. En ef rétt er sú tilgáta um myndun olíunnar,
sem drepið hefur verið á hér að framan, má ekki búast við,
að olíulindirnar séu óþrjótandi. Myndunarskilyrðin eru of þröng
til þess, að svo geti verið.
En setjum nú svo, að olíulindirnar séu svona takmarkaðar.
Það eru samt leiðir til að afstýra olíuþurð í heiminum.
I fyrsta lagi má hagnýta lindirnar betur. Með núverandi
aðferðum notast ekki nema um fjórði hluti þeirrar olíu, sem
til er í námunum, en með auknum tilkostnaði má ná miklu
nieiru. I öðru lagi má nota betri hreinsunaraðferðir en nú
tíðkast og ná miklu meiru af því verðmætasta sem í henni er,
en það er bensínið. Enn fremur nota menn nú olíu til eldsneytis
við eiminguna — til þess að eima 60 lítra af olíu brenna
menn 40 lítrum — en vitanlega mætti nota kol til þessa. Enn
fremur má vinna olíu úr svokallaðri olíuhellu (bituminöse
skifre), sem afar mikið er til af í heiminum. Eru Þjóðverjar
alveg nýlega teknir að framleiða svokallað »Kunstbensin« úr
þessari olíuhellu. í þremur fylkjum Bandaríkjanna eru þannig
t'l hellulög, sem tífalt meiri olía er í, en í öllum lindum
Bandaríkjanna. í sumum kolategundum er alt að 20°/o af
°líu, sem hægt er að ná með því að eima kolin. Og aðferðir
hafa menn fundið til þess að breyta kolum í olíu.
Arið 1914 var smálestatala skipa þeirra, sem notuðu olíu
t>l eldsneytis 1,310,000, en 1924 17,154,000. Af heimsflotanum
Voru árið 1914 0,45°/o mótorskip og 2,65°/o eimskip með
olíukyndun, en tíu árum síðar voru tilsvarandi tölur 3,09°/o