Eimreiðin - 01.07.1927, Page 63
eimreiðin
BARÁTTAN UM OLÍUNA
255
rétt eftir að ófriðurinn mikli hófst, og hefur orðið vel ágengt.
Oflug hlutafélög voru stofnuð til þess að kaupa olíulindir og
vinna olíu, en það var einkennilegast við þessi félög, að
brezka ríkið lagði fram mestan part hlutafjárins. Þannig er t.
d. um hið mikla félag Anglo-Persian Oil Co, sem aðallega
starfrækir lindir í Suður-Persíu, en gleypt hefur í sig ýms
smærri félög víðsvegar um heim. í ófriðarlokin náðu Bretar
yfirráðum yfir öllum olíulindum í Persíu, en síðar komu Rúss-
ar til skjalanna og komu því til leiðar, að Persar sögðu upp
samningunum við Breta. Hafa þessi tvö stórveldi síðan verið
að togast á um Persa, og er olían í Persíu ein aðalástæðan
til þessa. Um Mosul hefur staðið deila milli Tyrkja og Breta,
09 hafa Bretar haft betur þar. Vfirleitt má segja, að varla
sé haldin svo alþjóðaráðstefna, að olían sé ekki eitt aðal-
fundarefnið, að minsta kosti undir niðri. Ensk auðfélög, sum
hver dularklædd ríkisfyrirtæki, eru á ferðinni alstaðar þar
sem von er um að ná í sérleyfi til reksturs olíulinda; þau
bjóða fé og fríðindi, og þar sem það ekki dugar er gripið til
stórpólitískra vélabragða eða hnefaréttarins. Svo ómissandi
telja stórþjóðirnar olíuna til þess að viðhalda veldi sínu í
heiminum. — — —
En er þessi olíuþorsti ekki óþarfur? Verður olían ekki
úrelt áður en varir?
Það liggur nærri að spyrja svo. Lítum á þær óhemju fram-
tarir, sem orðið hafa í notkun rafmagnsins síðustu árin. Þar
hefur hver uppgötvunin rekið aðra og hver annari furðulegri.
Það er ekki nema örlítill þröskuldur enn á vegi rafmagnsins
t'l þess að það geti útrýmt olíunni eða gert hana óþarfa. Það
sem vantar er að finna nógu léttan rafgeymi eða aðferð til
Pess að senda raforku þráðlaust, þannig að hún nýtist sæmi-
'fga. Til staðbundinnar notkunar ryður rafmagnið sér óðfluga
fil rúms sem orkugjafi, en til samgöngutækja er það enn þá
háð þráðleiðslunni, og þó eru farnar að gerast undantekning-
af frá því. Rafknúnar bifreiðar og rafknúin skip eru ekki
einsdæmi.
Það er ekki ástæða til að efast um, að rafmagnið sigrist á
siðustu ^ örðugleikunum. Við það dregur úr þýðingu olíunnar,
°9 baráttan um hana rénar. En þá hefst fyrir alvöru baráttan
Ura fossana og nýting þeirra. Og þá_ mun margur öfunda
vatnsorkuríkustu þjóðina í Evrópu — íslendinga.