Eimreiðin - 01.07.1927, Side 64
eimreidin
Græna flugan.
Smásaga eftir Kalman Mikszath.
[Kalman Mikszalh (1849 — 1922) er einn þeirra fáu ungverskra rithöfunda,
sem hlotið hafa heimsfrægð. Hann var föðurlandsvinur mikil! og stóð jafn-
an framarlega í sjálfstæðisbaráttu Ungverja. Þekking hans á lífi og kjör-
um ungverskra bænda var víðtæk mjög, enda eru sveitalífslýsingar hans
laldar góðar með afbrigðum. Hann reit einkum skáldsögur, og kemur
mjög fram í þeim ást hans á ættjörðinni og ungversku þjóðinni. Engir
ungverskir rithöfundar hafa orðið eins vinsælir fyrir smásögur sínar og
hann, nema Maurus Jokai, og ef til vill Ferenc Molnar.l
Hann Jón gamli lá fyrir dauðanum. Jón var ríkasti bónd-
inn í þorpinu. En nú var guð að stefna honum fyrir dómstól
sinn og benti á hann til viðvörunar öllu mannkyni:
»Lítið á Jón Gal. Hvað haldið þið mennirnir að þið séuð?
Þið eruð ekkert. En hann Jón Gal, hann var þó meira en
ekkert. Sjálfur dómarinn heilsar honum með handabandi. Og
frúrnar í þorpinu koma að heimsækja hann. Hann er
auðugastur ykkar allra. Þó laust ég hann. Eg þurfti ekki að
senda á hann hungraðan úlf eða láta hávaxna eik falla ofan
á hann og merja hann sundur. Agnarlítil fluga nægir til að
sálga honum*.
Þetta var einmitt það, sem hent hafði Jón. Fluga stakk
hann í hendina. Höndin blés upp og blánaði óðum.
Presturinn og greifafrúin í Hastalanum hvöttu hann til að
láta sækja lækni.
Jón hafði ekkert á móti því að láta sækja héraðslækninn-
En þau vildu láta hann síma til Budapest eftir sérfræðing1-
Þau völdu Birli prófessor. Ferðin mundi kosta þrjú hundruð
flórínur, en þeim peningum væri vel varið.
»Bull«, sagði bóndi, »hvernig ætti svona smáfluga að ge*a
skaðað mig um þrjú hundruð flórínur; þetta nær ekki nokk'
urri átt«.
Greifafrúin lagði fast að Jóni og bauðst loks til að borg3
reikninginn sjálf. Það hreif. Jón var stórlátur. Símskeytið var
sent, og að nokkrum tíma liðnum kom ungur og grannnr