Eimreiðin - 01.07.1927, Qupperneq 68
260
GRÆNA F UGAN
eimreiðin
Ekkert dugði. í örvæntingu sinni fór Iæknirinn út til að
ganga sér til hressingar, hugsa málið og ráðgast um (iað við
vitringa þorpsins. En til þeirra sótti hann engin ný ráð, og
ekkert dugði heldur þó að bæði sýsluskrifarinn og lögreglu-
stjórinn væru sendir að sjúkrabeðinum. Húsmóðirin var þar
jafnan fyrir til að koma í veg fyrir allar brellur læknisins, og
hún lét ekkert tækifæri ónotað til að herða á þvermóðsku
bónda síns. Læknirinn gaf henni ílt auga og gat loks ekki
setið á sér að atyrða hana.
»Getið þér ekki haldið yður saman og hætt að grípa fram
í!« sagði hann.
»Hverjum tekur sárt til sinna«, svaraði hún hvatskeytslega
og sneri upp á sig.
]ón Gal flýtti sér að koma í veg fyrir rimmu.
»Vertu ekki svona æst, Kriska. Sæktu heldur flösku af víni
handa gestunum*.
»Úr hvaða tunnu?« spurði hún.
»Úr tvö hundruð potta tunnunni. En í erfisdrykkjunni eftir
mig er bezt að tappa af þrjú hundruð potta tunnunni. Það er
að verða súrt í henni«.
Hann var alveg sáttur við þá hugsun, að hann ætti nú að
hverfa yfir um. Gestirnir drukku og fóru svo burt, svo hann
gæti búið sig undir dauðann í friði.
Úti í garðinum mætti Birli læknir kaupamanninum, ungum
og kátum, þrekvöxnum pilti, sem sýndist til í alt.
»Hafið vagninn til. Ég legg af stað eftir hálftíma«, sagð'
læknirinn. »Og segið frú Gal, að ég bíði ekki eftir kvöldverði*-
Fyrir utan garðshliðið staðnæmdist hann og var í vafa um,
hvað hann ætti nú að taka til bragðs. í gegnum rifurnar a
hliðinu sá hann kaupamanninn ganga upp til húsfreyju. Hann
gat ekki annað en veitt eftirtekt ástleitninni í svip hennar o5
dirfskulegum tilburðum hans, meðan þau töluðust við. Það var
auðséð, að þau léku með eld, og að einhver samdráttur var a
milli þeirra. Nú reið á að fá nánari upplýsingar. Það hlaut
að vera einhver spákerling í þorpinu, sem vissi um öll ástar-
æfintýri þorpsbúa og verzlaði með ástalyf. Sýsluskrifarim1
mundi vita um það. Og læknirinn átti kollgátuna.