Eimreiðin - 01.07.1927, Side 77
EIMREIÐIN
BRÉF UM MERKA BÓK
269
hann hugði. Hann gaf f. d. út ræður Demosþenesar leiðréttar
eftir lögum þeim, sem hann þóttist finna. — En ég veit að
margir — og líklega meiri hlutinn — álíta, að hann hafi
farið þar miklu lengra en mátti. Svo fór hann að rita um
»Kunstprosa« yfirleitt og fann jafnvel lögmál sitt í bréfum
Páls postula. Ég veit ekki, hvort nokkuð er til af ritum hans
um þessi efni á Landsbókasafninu eða Mentaskólabókasafninu.
Qetið þér lesið grísku? Mér hefur verið sagt, að þér væruð
vel vígur á ýmsar tungur.
Ef nú yður tekst að sannfæra mig, þá mun ég skrifa ræki-
lega um bókina — og ef til vill hvort sem er, því hún er í
alla staði hin merkilegasta, þó ekki væri fyrir annað en það, að
hér er nýtt vísindalegt efni tekið til meðferðar á frumlegan
og einkennilegan hátt, og það er ekki síst aðdáanlegt, þegar
Htið er á kringumstæður yðar og alla aðstöðu með að ná í
útlend rit, o. s. frv.
Enn er eitt, sem ég vildi benda á. Fornbókmentir okkar
í óbundnu máli eru mestmegnis einnar og sömu tegundar,
sem sé saga, frásegjandi og lýsandi ræða. Þar er í rauninni
tiltölulega lítil tilbreytni, enda ekki ástæða til þess. Við eig-
um þar ekki til margar stórar bókmentagreinar, sem eru til
1 bókmentum annara þjóða. Við eigum engin leikrit, engin
samtöl (á við Platón eða Lúkíon), engin (eða sama sem
engin) heimspekileg eða guðfræðileg rit frá fornöld (að Kon-
ungsskuggsjá fráskilinni, sem mætti telja undir heimspeki),
~~ »Stjórn« get ég tæplega nefnt, og dýrðlingasögur eru aðal-
^eSa sögur fyrst og fremst, — auk þess sama sem engin
visindarit fyrir utan málfræði og goðafræði (Snorraeddu).
Bréfin, sem í sumum bókmentum eru mjög mikilvæg
arein, koma hjá okkur ekki fram (í þeim skilningi) fyr en
a 19. öld. En hugsið þér nú um t. d. Cicero. Nú og
svo ræðumennirnir! Eða essayistar! — Og líklegt þykir
rner, að ef vel er að gáð, hafi hver bókmentagrein — má-
she hver einstakur höfundur — sína sérstöku hrynjandi,
Sem h'ka sennilega má samræma við almenna hrynjandi alls
•uúlsins. En mér finst oft, þegar verið er í nútíðarmáli að
se9ja í sögustíl frá efnum, sem þess konar stíll á ekki við —