Eimreiðin - 01.07.1927, Qupperneq 82
274
BRÉF UM MERKA BÓK
EIMREIÐIN
að blótum, en stökkva blóði á menn, veggi og goð, og svo
jeta hrossakjöt. Ganga má að því vísu, að goðar hafi haft
fleiri eða færri helga siðu um hönd. Og enginn veit, nema
þeir hafi kennt fleira en skáldskap. En ekki skal þó fullyrt
hjer um, og verðr hver að trúa því, er honum þykir trúlegast.
Hitt er fásinna að ætla, að málið hafi verið svo háttbundið,
að eigi hafi verið unnt að rita nema vel og gallalaust. Allir
vita, að yrkja mátti illa þá eins og nú. Sjest það á mörgum
braglýtum, sem er að finna í fornum kveðskap. Mörg orð
voru þá fjögra samstafna, svo að rita mátti sporðrisur. Sporð-
risuhættan óx þó, er menn breyttu »r« í »ur«, illu heilli.
Víxlið gat og komið fyrir, hve nær sem var. Hrynbrjótar
gátu orðið eins tíðir og nú, og lyppur hafa verið alveg eins
áleitnar og þær eru nú á tímum. Þeir, sem neita þessum
hlutum, verða að sanna, að tungan hafi breyzt meira en lítið*
Dæmin, sem jeg tók úr fornum ritum, áttu að sýna vand-
virkni höfunda. Kaflarnir eru tólf, en úr níu sögum er tekinn
níundi kafli. Var það gert til þess að forðast hlutdrægni.
Þess skal og getið, að Benedikt alþingismaðr Sveinsson, en
ekki jeg, valdi sumar sögurnar. Hann valdi þessar: Víga-
glúmssögu, Sturlungu, Laxdælu, og svo komum við okkur
saman um Eyrbyggju, sakir þess hve merk hún var, og svo
Víglundarsögu, af því að hún er talin lygasaga, er mun hafa
verið samin, þegar hún var rituð.
Erfiðleikar. — Vera má, að Blass og mjer farist eins, er
við hyggjum að snild og ágæti fornmanna, við fáum eins
konar ást á snildinni og sjáum ofsjónir. En sá er háttr þeirra
manna, er sjá ofsjónir, að þeir láta eigi sannfærast um, að
þeir sjái það, sem ekki er til, fyrr en í fulla hnefana. Erfið'
leikar þeir, er fornmenn áttu að stríða við, voru bæði margir
og miklir, ef hin fornu fræði hefði eigi stutt þá, svo að þeir
fengu stiklað yfir þá. Þá var bókakostr lítill. Kennslubaekur
hafa verið fáar, en þær fáu, sem til voru, hafa verið á er-
lendu máli. Þetta varð til þess, að sumir fræðimenn, sem
mikið kvað að, fjellu að fótum latneskrar tungu, til dæmis
þeir Sæmundr prestr fróði og munkarnir Oddr Snorrason oS
Gunnlaugr Leifsson. En rit þeirra gleymdust, enda hafa þaU
líklega verið rituð á háttlausri latínu. Það hrynr sundr, sem