Eimreiðin - 01.07.1927, Blaðsíða 91
eimreiðin GRETTISSUND ERLINGS PÁLSSONAR
283
stefnu á Reykjadisk, en straumur og vindur hefur borið sund-
manninn svo innarlega, að það sýnist ógerlegt. Er þá kallað
til Erlings og honum gert skiljanlegt, að bezt sé að halda
hliðhalt undan kviku og vindi, og var það gert. KI. 9,10 er
straumur og stormur meiri en áður, og er hin mesta þrek-
raun eftir að rífa sig úr streng þeim, sem leggur fram undan
»Diskinum«, en þar fyrir innan er sléttari sjór og betri að-
staða að öllu leyti. Erlingi sækist mjög vel sundið, sýnist
ekkert þjakaður, og ekki vill hann neina hressingu. Er og
ilt að eiga við það, vegna storms og kviku. Kl. 9,30 tók
Erlingur 10 sundtök á 27 sekúndum. Vindur er harðari og
kvikan krappari. Nú er tekið að styttast til lands, og lætur
róðrarbáturinn berast undan kviku og vindi, þó að það lengi
sundleiðina. Lendingin sýnist vera ill. Brýtur á klettum, en
ekki annars kostur en að taka land. Kl. 9,40 er nær komið
að landi. Erlingur tekur bringusund, þá aftur skriðsund og
síðan kennir hann botns á stórgrýtis-klöppum og hruflast þá
á fæti. Landtaka var ill, klettar með sjó og brim nokkurt.
Þó ætlaði Erlingur að vaða til lands, en þá var kallað frá
vélbátnum í sífellu: »Brjótið ekki bátinn«. Þótti þá ekki ráð-
legt að lenda, og með því að öllum sýndist eitt um það, að
Erlingur hefði lokið sundinu, þá var stefni skotið að landi
og Erlingur tekinn upp í litla bátinn, bátslengd frá sjávar-
bakkanum. Heitir þar Hrossanes, sem þá bar að landi.
Var þá klukkan 10 og tvær mínútur að kveldi. Hafði
hann þá verið 4 klukkustundir og 25 mínútur á sundi. Þá
var róið út að vélbátnum og fór Erlingur upp í hann. Var
svo haldið að Reykjavör, og var Erlingur nokkuð þjakaður á
þeirri leið. Hann var leiddur upp að laug, sem er skamt frá
flæðarmáli (en ekki er það Grettislaug, því að hún er nú
°rpin möl og sandi í sjávarmáli). Vatn var svo heitt í laug-
lr|ni, að þeir urðu að sækja kalt vatn og báru það í keraldi,
°9 fór til þess nokkur stund. Síðan gekk Erlingur í laugina,
°9 var þvegið af honum það, sem eftir var af feitinni, en
m*kið hafði skolast af honum á sundinu. Eftir litla stund var
^ann orðinn allvel hress, en kvartaði um seltu í augum.
Annars leið honum vel. Síðan var gengið heim að Reykjum.
^ar alt fólk á ferli, og biðu þeirra hinar beztu viðtökur.