Eimreiðin - 01.07.1927, Page 92
284
GRETTISSUND ERLINGS PÁLSSONAR eimreiðin
Erlingur drakk flóaða mjólk, því að hann var þyrstur, og
bragðaði á harðfiski.
Hann hafði einskis neytt á sundinu og aldrei hvílt sig.
Svo sem fyrr segir, fylgdu Erlingi tveir bátar. Þeir voru í
róðrarbátnum Sigurjón, Olafur, Guðmundur frá Reykjum og
er sýnd sundleið Grettis, eins og taliÖ er líkleg-
ast, aö hún hafi verið.
Lárus Runólfsson. Reru þeir oftast hliðhalt við Erling, og
benti Olafur bróðir hans honum, svo að honum væri hægara
að halda réttri stefnu. Vélbáturinn fór jafnan lítið eitt á eftir
sundmanninum. — Aður en lagt var frá Drangey, hafði Bene-
dikt Waage lagst til sunds til þess að vita, hvernig sjórinn
væri, og fanst honum hann snögt um kaldari en verið hefði
syðra. Þeim félögum hafði og komið til hugar að synda
spotta og spotta með Erlingi á leiðinni, því að slíkt er altítt
á þess háttar sundum, en það fórst fyrir, einkum vegna þess,