Eimreiðin - 01.07.1927, Síða 97
EIMREIÐIN
Lög Fjölnismanna hinna YnSri-
Prentuð eftir afskrift með hendi Gísla Magnússonar í safni
]óns Sigurðssonar nr. 516, 4to.
ÍSbr. Fundabók Fjölnismanna, sem prentuð er í Eimr. XXXII,1—XXXIII,2).
/. þáttur.
Um tilgang félagsins.
1. gr. Islendingar viljum vér allir vera.
2. gr. Vér viljum vernda mál vort og þjóðerni.
3. gr. Vér viljum hafa alþing á Þingvelli.
4. gr. í þessu skyni viljum vér ársriti uppi halda.
5. gr. Félag vort skal heita . . . og rit vort Fjölnir.
2. þáttur.
Um fundi.
6. gr. Það er lögmætur fundur, ef þar eru fleiri en helm-
ingur þeirra félagsmanna, er hér eru í Kaupmannahöfn.
7. gr. Svo er um úrskurði fundarmanna aðra en þann, er
■nefndur er í 9. grein, að afl skal ráða með þeim. Nú eru
þeir jafn margir, er sitt sýnist hverjum, þá skulu þeir ráða,
sem forseti fylgir.
8. gr. Lögfundir eru á laugardögum, en aukafundir, þegar
forseti krefur, og er forseti jafnan skyldur að hafa fund, ef 3
beiðast eða fleiri.
3. þáttur.
Um kosning félagsmanna.
9. gr. Sá er rétt kosinn félagsmaður, er þrír fjórðu hlutir
kjósa, þeirra sem á lögmætum fundi eru.
4. þáttur.
Um stjórn félagsins.
10. gr. Félagið hefur einn forseta; hann hefur starf sitt á
hendi árlangt, og er kosinn á fundi laugardaginn fyrstan í
sumri. Kjósa má sama mann forseta eins oft og vér viljum.
19