Eimreiðin - 01.07.1927, Page 99
eimreiðin
LÖG FJÖLNISMANNA
291
virði þeirra í sjóð, unz hann er orðinn svo stór, að hann má
bera rit félagsins með leigum sínum.
21. gr. Tillög félagsmanna eru fyrst um sinn 5 dalir á ári.
Þeim skal lokið fyrir sumarmál.
6. þáttur.
Um lögin.
22. gr. Þessum lögum má ekki breyta, nema tveir þriðju
hlutir fallist á breytinguna.
UMBURÐARLVNDI. Hvað er umburðarlyndi? spurði eitt
af víðlesnustu tímaritum Bandaríkjanna fyrir skömmu.
Otal svör komu frá Iesendunum.
Eitt var á þessa leið: Umburðarlyndi er leti, klædd í spariföt. Það er
yfirskyn guðhræðslunnar, en afneitun á krafti hennar. Umburðarlyndur
maður eyðir lífi sínu í það, að afsaka í sífellu afbrot annara, en er sjálf-
ur of værukær til þess að leiðrétta þá. Umburðarlyndi er kymi sá, sem
mannkynið verður að brjótast út úr, til þess að ná fordyri fullkomnunar.
Annað var svona: Umburðarlyndi er sambland af hyggindum, góðvild,
veglyndi og hirðuleysi, og felur í sér hæfileika til þess að sjá, heyra og
umbera sitt af hvérju um kærleika, trúarbrögð, stjórnmál, uppeldismál,
SÍftingar, knattleiki, ríkisskuldir, víðvarp, vörusíningar, stjórnleysið á ungu
kynslóðinni, bifreiðar, íþróttir, bækur, listir, spil, skatta, stutta kjóla,
framþróun, veðreiðar, vínbannið, smyglara, kynferðismál, hátt vöruverð,
siðleysis-skemtanir, skurðlækningar, börn, eiginkonur, eiginmenn, tengda-
mæður, ættingja, verzlun, samsæti, nætursvall, forsetann okkar, kvikmynda-
leikara og Ieikkonur, veðrið, uppskeruna, peningagróða og töp, hvað hún
saaði, hvað hann sagði og hvað ég sagði, hneykslismál, fasteignir, bæjar-