Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1927, Síða 103

Eimreiðin - 01.07.1927, Síða 103
eimreiðin RADDIR 295 sora og hvað mikið þarf til að vekja hjá oss viðbjóð og hrylling. Það eru ekki ýkjamargir mannsaldrar síðan, að það þótti eins og hver annar sjálfsagður hlutur að sjá menn hengda og hálshöggna. Nú eru slíkir at- burðir ekki lengur taldir mentuöum mönnum samboðnir, — nema auð- vitað þegar hernaðaræðið grípur þjóðirnar. Það er ekki hægt að loka augunum fyrir því ömurlega í lífinu. Og það er álls ekki holt heldur. En sumir rithöfundar nú á tímum virðast kosta kapps um að hlaða upp sem mestu af því, sem vekur viðbjóð Ies- andans, án þess að hafa annað markmið með því en að sýna mönnum sorann. Þetfa er enginn vandi, og því síður er þetta list. Hver óvalinn skriffinnur getur matreitt fyrir læsan, lítt hugsandi lýð, með því að smyrja nógu miklu af óhróða á frásögn sína. En það er öðru nær en að alt, sem skeður í skúmaskotunum, sé boðlegt efni til birtingar. Og það er síður en svo, að almenningur hafi unað og gagn af öllu því, sem auðugt ímyndunarafl getur fóstrað af ömurlegum myndum. Rithöfundurinn verð- ur að forðast margt viðfangsefnið af því að það er leiðinlegt, en hann þarf engu síður að forðast margt viðfangsefnið af því að það vekur viðbjóð. Lifandi meðvitund um rétta notkun alls þess, sem viðbjóð vek- ur, er einn hyrningarsteinninn undir allri menningu og allri list. í augum hins skygna er lífið fult af dásemdum, — en líka fult af grimd. Heill þeim höfundi, sem sýnir oss undirheima til þess að forða oss frá þeim, kennir oss að dæma þá rétt, vekur í oss krafta til að koll- varpa þeim. En sá höfundur, sem hefur yndi af því að dvelja við hið lægsta í manneðlinu, aðeins til þess að gera bók sína enn meira æsandi og útgengilega á markaðinum, hann hefur brugðist hlutverki sínu. Eg vona að mönnum sé það ljóst, að þótt þessum orðum sé valið orðið viðbjóður að fyrirsögn, felur það hvorki í sér Iast né lof um þá tegund bókmenta, sem gerð er hér að umtalsefni. Lífið er svo oft fult af viðbjóði, eins og það er stundum fult af unaði. Enginn rithöfundur getur lokað augunum fyrir þessu. Saurugar athafnir eða orð er oft svo nátengt lífinu, að í hugum fjöldans vekur þetta litla athygli. En það er skylda bókmentanna að opna augu fólksins, vekja andúðina gegn því sauruga og lága, gera Iíf mannanna að lofsöng fegurðarinnar. Það er hlutverk listamannsins og hins helga manns. — Það er hlutverk skáldsins. Sv. S.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.