Eimreiðin - 01.07.1927, Qupperneq 104
EIMREIDIN
A PRIMER OF MODERN ICELANDIC by Snæbjörn Jónsson.
Oxford University Press, 1927.
Þetta er kenslubók í nýíslenzku handa engilsaxneskum þjóðum. Það
er ávalt gleðiefni fyrir oss fámennu þjóðina, hér langt úti í höfum, þegar
einhver þau rit koma út, sem gera tungu vora og menningu kunnari en
áður á meðal stórþjóða veraldar. Að þessu hefur nú Snæbjörn stutt vel
áður með ágætum ritlingum á ensku um land vort og þjóð, og engan
efa tel ég á því, að þessi nýíslenzka málfræði hans og lesbók verði til
þess að kynna mál vort og bókmentir á meðal enskumælandi manna.
Sökum þess að ég álít bókina mikilsverða, langar mig til að fara nokkr-
um orðum um hana, en í slíku áliti er varla unt að komast hjá því, að
öllu meira beri á aðfundningunum en aðdáuninni. Því veldur eðli hinnar
umræddu vísindagreinar.
Dókin er eiginlega tvídeild. Fyrst er málfræðin, sem skiftist í hljóð-
fræði og orðmyndafræði. í öðru lagi eru æfingar ásamt samtölum, les-
kaflar í óbundnu máli og bundnu og svo tvenn orðasöfn. Það er ég
hræddur um, að sumir kaflar í þessari málfræði séu of stuttir, eða að
þar sé farið stundum nokkuð fljótt yfir sögu til þess að full not verði
að bókinni, einkum við tilsagnarlaust nám, sem ávalt verður að gera
ráð fyrir. En þar að auki vil ég gera þessar athugasemdir við sérstök
afriði bókarinnar. Hitf, sem ekkert er athugavert við og ágætt (sem líka
er margfalt meira), þarf miklu síður að tala um.
1. bls. Um áherzluna í íslenzku er óhætt að fullyrða það, að á sam-
settum orðum (þar sem fyrri liður er ein samstafa) séu tvær þungar
áherzlur miklu víðar heldur en þar sem orðið byrjar á forskeytunum
ó- eða a//-. í orðum sem dauðleiðast, ískuldi, sáraumur, nýsleginn,
margþreyttur o. fl. má telja hér um bil jafna áherzlu á báðum fyrstu
samstöfunum.