Eimreiðin - 01.07.1927, Qupperneq 105
EIMREIÐIN
RITS]Á
297
1.—2. bls. Það er ónákvæmlega mælt að segja, að þau sérhljóð, sem
hafa brodd Yf>r sér (.£.) séu Iöng. í orðum sem míla, hnútur er það
rétt, en alls eigi í orðum sem íss, súrt o. s. frv.' Sérhljóðin eru í sann-
leika yfirleitt löng, ef eitt samhljóð (eða ekkert) fer á eftir í samstöfunni,
t. d. tin, fín, hrun, svo, tó og einnig í tár, bær, laut, meis, strá, hey o.
s. frv., en þar á móti stutt, ef tvö samhljóð (eða fleiri) koma á eftir,
t. d. í mann, þinn, blárr(i), hærr(i), meiss, laust, fólk, þvert o. s. frv.
Dvalarmunurinn á því jafnt við sérhljóðið, hvort sem það er einhljóð
eða tvíhljóð. Undantekning frá þessu gera kr, pr, tr og sr, t. d. í akrar,
hásri o. s. frv. Höf. kallar sérhljóðin á undan kk, pp, tt, og svo kl, kn;
pl, pn; tl, tn slithljóð (interrupted vowels), sem líklega er vel til fundið,
en þá verður mótsögn í því að telja t. d. langt hljóð í gutla, en aftur
stutt í prettur. Þar eru sérhljóðin stutt í báðum og slithljóðið (einskonar
A-hljóð) verður víst að teljast á reikning eftirfaranda samhljóðs.
3.-4. bls. Þar er í stuttu máli, en þó greinilega, skýrt vel frá fram-
burði sérhljóðanna í íslenzku.
5.—9. bls. Þar ræðir um framburð samhljóðanna, sem yfirleitt er fim-
le9a gert. Einungis vil ég geta um það, að ð hefur stundum /b-hljóð, t.
d. í blíðka (sbr. f í haft og rifka). Um fn á undan t má minnast þess,
að þar mun framburðurinn vera ýmist m eða f, t. d. sagt bæði jamt og
jaft (af jafn). Um k hefði helzt átt að gefa þess, að það er stundum
borið fram sem ch (í þýzku), t. d. í sekt, loks (sbr. p sem f í keypt,
skips); sömuleiðis fær t hreint />-hljóð á undan k t. d. í nytka.
9,—11. bls. Um breytingar sérhljóðanna. Þar er miklu efni vel fyrir
komið í stuttu máli. Einungis vantar að telja þar hljóðvarpið e—i, f. d.
verð—virði. Þá hefðu og orðmyndir sem girnast, skildir o. s. frv. (í
Sreininni um klofninguna) orðið auðskildari, því að alkunnugt er, að í
þeim orðum ríkja hljóðvörp og klofningar, en frumhljóðið (= e) er
hlaupið í felur.
En hér er stórgalli á ferðum, því að þarna vantar algerlega tilsvar-
andi kafla „Um breytingar samhljóðanna". Þær breytingar eru eðlilega
Vmiskonar, en sérstaklega sakna ég þarna þess, að eigi skuli með einu
orði vera minst á tillíkingarnar. Það fyrirbæri í málinu má telja um það
'eVti jafnalgengt sem hljóðvörpin og því engu minni þörf á að skýra
þar greinilega frá öllu. Af þessari vöntun leiðir svo, að nemandinn síðar,
er hann kemur út í beygingafræðina og fer á eigin hönd rit að lesa,
ve>t sfundum ekkert hvaðan á sig stendur veðrið.
Þá kemur sjálf orðmyndafræðin: