Eimreiðin - 01.07.1927, Side 106
298 RITSJÁ EIMREIÐIN
1.—2. gr. er um greinisorðið, og virðist mér þar óaðfinnanlega frá
öllu gengið.
9. gr. Við athugasemd þá, er þeirri grein fylgir, hef ég ýmislegt að
athuga. Þar segir, að þegar forníslenzka nefnifallsmerkið r hafi l eða n
næst á undan sér, verði úr því ll eða nn. í einkvæðum orðum með
breiðu sérhljóði í rót, svo sem í hóll, steinn, á þetta heima og sömu-
Ieiðis í tvíatkvæðum orðum á -all, -ill, -ull, eða -ann, -inn, -unn, t. d.
vaðall, jötunn, en alls eigi í orðum með grönnu sérhljóði í rót. Þannig
er t. d. bolur, svanur o. s. frv. án allrar tvöföldunar á / og n (það hef-
ur aldrei orðið boll, svann með fillíkingu). Þarna vantar að gera grein
fyrir lögmálum tillíkinganna.
14. gr. Þar tel ég óþarft að taka orðið gestur sem dæmi um sérstakan
flokk, því að í eintölu beygist það sem heimur og í fleirtölu sem fundur,
en geta tilbrigðanna í smáathugasemd. Aftur hefði í þess stað verið
gagnlegt að setja upp orð sem kóttur (eða fjörður) sem dæmi um sér-
stakan flokk, en sú beyging er aðeins lauslega nefnd síðar (í 16. gr.)
sem afbrigði. Beygingu orða sem hellir hefði og helzt þurft að sýna
þarna.
17. gr. Ekkert annað en frændsemisorðin fimm (faðir o. s. frv.) eiga
þarna heima. Það er því rangt að hafa orðin maður og fótur hér með í
flokki. Þau eiga rétta samstöðu við orðið vetur (í 14. gr.).
20. gr. Þarna eru orð sem skel talin í flokki með orðum sem nál
(sem ég frá íslenzku sjónarmiði vil nefna a-stofna), en réttara og gleggra
hefði verið að setja upp sérstakan flokk fyrir /a-stofnaorðin (= skel) og
i>a-stofnaorðin líka (= stöð—stöðvar), sem þarna eru hvergi nefnd.
Sömuleiðis bar að telja orðin mýri og reyður í sérstökum flokki og Iofa
orðunum brúður og vættur að vera þar með, en geta þess einungis, að
þau beygist sem tíð í fleirtölu.
23. gr. Hér í hvorugkynsorðunum hefði nauðsyn verið á að hafa orð
sem nes og böl (= ja- og ua-stofna) sem sérstaka flokka, því þá myndi
þar alt verða auðskildara nemendum, en mun reynast fremur torskilið
með því Iagi sem nú er á greininni.
25. gr. Þar er mjög réttorð leiðbeining um það, hvar setja skuli þa^
rorðið, sem stjórnar eignarfalli annars orðs.
36.—42. gr. hafa inni að halda ýmsar athugasemdir um einkunnirnar
(adjectives). Þar er sagt, að mörg af þessum orðum, t. d. jafn o. fl»
vanti nefnifallsmerkið. í þessu er harla lítil fræðsla, úr því að eigi er
sagt, eftir hvaða reglum sú vöntun eigi sér stað. Líka þurfti að geta