Eimreiðin - 01.07.1927, Side 108
300
RITSJÁ
EIHREIÐIN
höfundar vorir nú á tímum kunni miður vel að nota tengihátt og þurfi
að kynna sér rækilega það mikilsverða málsatriði.
Á eftir sjálfri málfræðinni koma svo (á 68.—122. bls.) léftar æfingar
og samtöl bæði á ensku og íslenzku lil þess að iðka ncmendur í réttri
nolkun þess, er kent var í málfræðiköflunum og er þá vitnað í viðeig-
andi greinar. Þetfa er vel saminn kafli og góður fyrir byrjendur.
Loks koma (á 123.—191. bls.) íslenzkir leskaflar bæði í Iesmáli og
ljóðum. Þessir leskaflar og kvæðin eru hæfilega þungir fyrir námsbyrj-
endur. Á undan kvæðabálkinum er þar gerð stutt grein fyrir helztu ný-
íslenzkum rithöfundum, einkum þó skáldum. Eigi er víst að allir séu
sammála höf. í sumum þeim dómum, sem þar eru lagðir á skáld vor,
en við slíku er víst torvelt að gera.
Aftast í bókinni koma svo góð orðasöfn. Hið fyrra (á 192.—204. bls.)
yfir ensku orðin í æfingunum og það síðara (á 205.—282. bls.), sem
meira er um vert, yfir öll íslenzk orð, er finnast í bókinni og meira til.
Þar er haft hið eina rétta fyrirkomulag á öllu, að greina rækilega í
sundur, sem sérstaka stafi, grönn og breið sérhljóð, t. d. a og a', i og í
o. s. frv., en eigi öllu ruglað saman í bendu, eins og í sumum eldri
orðabókum íslenzkum.
Þegar ég nú að endingu lít yfir þessa bók sem heild, þá virðist mér
hún (þrátt fyrir nokkra galla) yfirleitt vera gott verk, sem verða muni
til þess að kynna enskumælandi Iýðum mál vort og þjóð, og finn því
ásfæðu til þess að þakka höf. fyrir þetta rit.
Jóhannes L. L. Jóhannsson.
Ásgeir Magnússon: VETRARBRAUT. 166 bls. Reykjavík 1926.
Bók þessi er safn af tímarita- og blaðagreinum, sem áður hafa birzt
frá hendi höfundarins. Ber bókin og allmjög menjar þessarar sköpunar-
sögu sinnar. Efninu er heldur lauslega raðað og ekki laust við endur-
tekningar. Annars má ýmislegt gott um bókina segja. Frásögnin er víðast
óþvinguð og stíllinn með sjálfstæðum brag. Er víðast auðfundið, að
málið er frumritað, en ekki þýtt. Fremur má telja það til lýta, hve mikið
er af neðanmálsgreinum. Slíkt truflar lesturinn, og fer oftast betur að
fella það inn í meginmálið. — Víðast er rétt farið með efnið, og hef ég
ekki rekið mig á rangar skýringar, sem verulegu máli skifta. Höf. er
auðsjáanlega vandvirkur og vel lesinn í stjarnfræði. Vafasamar skýringar,
sem fyrir koma, eiga fremur heima í eðlisfræði. Fullmikið þykir mér af
tölum og fullvíða við komið í svo Iítilli bók, en fátt tekið út í æsar. —'