Eimreiðin - 01.07.1927, Page 112
304
RITSJÁ
EIMREIÐIN
hann auk margs annars sem fastur ritdómari við eitt af merkustu tíma-
ritum Vesturheims. Hann er snjall rithöfundur, þó að kunnastur sé hann
sem landkönnuður.
Bók þessi er önnur brautryðjandasagan, sem útgáfufélagið Lýðmentun
á Akureyri sendir á markaðinn. Virðist félagið gera sér far um að vanda
sem bezt til bóka þeirra, sem það gefur út, og er það lofsvert.
Sv. S.
Henrik Lund: HEILRÆÐI. Hallgrímur Jónsson íslenzkaði. Rvík 1927.
Stuttur en góður leiðarvísir í lífernisháttum, er öllum getur að haldi
komið, sem vilja eitthvað á sig leggja til þess að öðlast hreysti, fegurð
og mátt. Hinum kemur kver þetta ekki að notum. Því það er haegara að
kenna heilræðin en halda þau, jafnvel þótt einföld séu og óbrotin, eins
og þessi tíu, sem hér er um að ræða. Höfundurinn er einbeittur og
ákveðinn í skoðunum um ýms þau viðfangsefni, sem annars er talsvert
um deilt. Hann er eindreginn andstæðingur kjöfáts og lofar mjög ágæti
jurtafæðu. í kynferðismálum stendur hann á öndverðum meið við æði-
.marga nýtízku-kynferðismálaprédikara Vesturlanda. Qóðar hugsanir, hrein-
læti og hófsemi eru þeir meginþættir, sem mest áherzla er lögð á í heil-
ræðum þessum. Þeir, sem ekki eru ánægðir með sjálfa sig — og það
eru fæstir — ættu að fá sér bók þessa, kynna sér heilræði hennar — og
lifa eftir þeim. Sv. S.
Onnur rit send Eimreiðinni:
Haraldur Björnsson: UM LEIKLIST. Ak. 1927.
Sigfús Sigfússon: KAPPASLAGUR. Seyðisf. 1926.
Lúðvíg Guðmundsson: VÍGSLUNEITUN BISKUPSINS. Rvík 1927.
Eyjólfur Jóhannsson: HNEYKSLIÐ í BÚNAÐARFÉLAGINU. Rvík
1927.
ÆFINTÝRABÓKIN. Þýðingar í óbundnu máli eftir Stgr. Thorsteins-
son. (Útg.: Axel Thorsteinson). Rvík 1927.
SAWITRI. Fornindversk saga í íslenzkri þýðingu eftir Stgr. Thor-
steinsson. (Útg.: Axel Thorsteinson). Rvík 1927.
HAGSKÝRSLUR ÍSLANDS. Rvík 1926.
LANDSBANKI ÍSLANDS 1926.
RAUÐI KROSS ÍSLANDS 1926.
SKÝRSLA UM BÆNDASKÓLANN Á HVANNEYRI skólaárið
1925—1926.
THE ICELAND VEAR-BOOK 1927.
CATALOGUE OF THE ICELANDIC COLLECTION bequeathed bv
Willard Fiske. Additions 1913—1926. Compiled by Halldór Hermannsson■
Ithaca N. V. 1927.