Eimreiðin - 01.01.1930, Blaðsíða 28
8
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
eimreidiN
sjálfu, auk þess sem innflutningur á munaðarvöru fer stöðugt
gífurlega í vöxt. Einnig er skuldaverzlunin svonefnda ennþa
ekki úr sögunni, en hún hefur gert þjóðinni stórkostlegt tjon.
Sumt af töpum bankanna undanfarið á hinstu rót sína í þessu
meini. Skuldaverzlunin hefur fremur en flest annað háð eðh-
legri þróun í viðskiftalífinu. Viðskiftamennirnir hafa verið
bundnir á klafa hjá lánadrotni sínum, skuldasúpan oft aukist
ár frá ári, en möguleikarnir til þess að verða frjálsir og óháðir
að sama skapi minkað. Stundum hefur þá farið svo að lok'
um, að kaupmaðurinn hefur setið eftir með skuldirnar, hann
orðið gjaldþrota og alt lent á lánsstofnunum þjóðarinnar.
Óskilvísi og skuldseigja eru áberandi lestir í viðskiftalífi þi°ð'
arinnar, og mun skuldaverzlun liðinna tíma eiga ekki hvað
minstan þátt í þeim. Skuldaverzlunin þarf að hverfa með ölh*
og staðgreiðsla í viðskiftum að koma í staðinn eins og í öði-'
um siðuðum löndum.
Samgöngur innanlands og við útlönd munu enn batna stor-
kostlega á næstu árum. Þegar bifreiðavegakerfi landsins er
Sam komið í fullkomið horf og flugferðir orðnar tíðari o3
reglubundnari en nú er, munu innanlandsflutninS'
yuny ur. ^ ^ »
arnir, bæði farþega- og farangurs, aðallega vero
að þessum leiðum, en síður með skipum. Skipanna hlutver
verður aðallega að halda uppi samgöngunum við útlönd. f*a
munu einnig reglubundnar flugferðir milli Ameríku og Evropu
um ísland hafa mikla þýðingu fyrir oss, en mjög Iíklegt er,
að þær komist á áður en langt um líður.
Það hefur verið gizkað á með allmiklum líkum, að þjóðai"
eign íslendinga um aldamótin 1900 hafi verið um 30 nflt j-
króna. Þá var íslenzka þjóðfélagið eða land'
Fjarhagur. skuldlaust með öllu og átti auk þess varasjóði
þjóðareign. Sem nam a,t að 2 milí- króna' NÚ far3
árin alt að 25°/o af öllum tekjum ríkissjoos
afborganir og vexti af lánum (árið 1924 t. d. 23.2°/o). R'kis
skuldirnar voru komnar upp í rúmar 18 milj. árið 1923, en
voru 31. dezember 1927 rúml. 12.2 milj. króna (samkvsem
skýrslu fjármálaráðherra í framsöguræðu hans við 1. UITir'
fjárl. á alþingi 1928). Skuldir kaupstaða og sveita hafa einnig
aukist gífurlega og voru komnar upp í 9 milj. 415 þúsun