Eimreiðin - 01.01.1930, Blaðsíða 94
74
FLÓTTINN ÚR KVENNABÚRINU
EIMREIÐIN
— Það fer eftir örlæti yðar, Chanum.
Mér datt alls ekki í hug, að maður þyrfti einnig að prútta
um smáaðgerð á úri, rétti að manninum hálfa rúpíu, sem
svaraði til þess verðs, sem ég hefði 'orðið að greiða fyrir
sama verk heima í Stokkhólmi.
Ursmiðurinn rauk upp bálvondur. Hann heimtaði fimm
rúpíur. — Hvað hugsið þér? Haldið þér, að ég geti lifað
af loftinu?
Fimm rúpíur var óhæfilega hátt verð og hálf rúpía meira
en nóg. Eg sneri mér því að þeim, sem hlýtt höfðu á samtal
okkar, og tók þá til vitnis um, að hann hefði sjálfur falið mér
að ákveða verðið.
Þeir skellihlógu og voru allir á mínu máli. Þeim þótti auð-
sýnilega gaman að því, að úrsmiðurinn, sem var alræmdur 1
bænum fyrir fégirnd sína, gat ekki snúið á mig í viðskiftum-
Þegar hann sá, að spilið var tapað, sneri hann við blaðinu
og hló með.
En þegar ég svo kom til hans aftur nokkrum dögum síðar,
til þess að láta gera við hlut hjá honum, neitaði hann að
vinna verkið.
— Þér borgið of lítið, Chanum!
* *
*
Alstaðar í Kabul og um alt landið var ekki talað um annað
meira en hina fyrirhuguðu ferð konungshjónanna til Evrópu.
Frá hirðinni hafði það verið auglýst, að stórveldin hefðu lengi
verið að hvetja konunginn til að fara þessa ferð, og væru
þau nú mjög hrifin af að fá loks tækifæri til að sýna hinum
volduga konungi Afgana allan sóma. Sumir trúðu þessari
fregn og voru upp með sér fyrir hönd konungshjónanna.
Aðrir létu sér fátt um finnast og sýndu málinu fullan fjand-
skap. Þeim fanst nær að láta peningana verða kyrra í land-
inu og nota þá í þarfari fyrirtæki. Það var líka ýmsum kunn-
ugt, að á tollstöðinni í Kabul lágu vélar og aðrar vörur fra
Evrópu svo mánuðum skifti, og voru ekki leystar út, — °3
enn fremur var það kunnugt, að vinna við fyrirtæki stjórnar-
innar varð stundum að stöðvast vegna fjárskorts. Svo þröngt
var stundum i búi hjá stjórninni, að fastir embættismenn rík-