Eimreiðin - 01.01.1930, Blaðsíða 78
58 GUÐFRÆÐINÁM OG GÓÐ KIRKJA eimreiðiN
anum í ónýtt og úrelt nám, meðan alt hitt er vanrækt, sem
þessir nemendur þeirra þurfa til undirbúnings starfi sínu?
Var það t. d. hugsanlegt, að Haraldur Níelsson hefði verið
að gugta við slíkt?
Svo er að sjá, að Ragnar Kvaran hafi fengið einhvern
pata af þessu, síðan hann ritaði grein sína hina fyrri. Tekur
hann nú að votta þeim mönnum þakklæti sitt, sem voru
kennarar hans í guðfræðideildinni. Árásin á guðfræðideildina
átti svo sem ekki að snerta þá.
Þeir voru »úrvalsmenn — á ýmsa Iund«, fáum vér að frétta.
Og meira að segja var það »hið róttæka hugrekki* Haralds
Níelssonar, »sem setti aðalmark sitt á deildina* segir R. E. Kv.
Þetta var rétt að taka fram, en þetta vissi öll þjóðin áður.
En hvernig fá nú þessi ummæli samrýmst áðurlýstum vana-
þrældómi og kyrstöðu þessarar stofnunar?
Aðeins með því móti, að reglugerð deildarinnar sé svo
bindandi fyrir kennarana, að hún haldi aftur af þeim og 9erl
þeim ófært að njóta sín. En ekki er vitanlegt, að svo se.
Miklu fremur er það alkunnugt, að þessir menn hafa staðið
þar í fylkingarbrjósti, sem barist er fyrir frelsi og víðsýni a
sviði trúmálanna með þessari þjóð. Guðfræðideildin hefur af
þeim orsökum mætt tortrygð og ámæli úr herbúðum tru-
málalegs íhalds. Og um það er R. E. Kv. jafn-kunnugt og
öðrum, að starf þessara manna hefur nú þegar borið nokkurn
árangur. Ár frá ári ganga í þjónustu íslenzku kirkjunnar
menn, sem hafa orðið fyrir áhrifum frá þeim og þrá að flyha
víðsýnan og hressandi anda inn í kirkjulíf þjóðarinnar. Að
benda þurfi á ákveðnar sannanir þessu til staðfestu, tel
ég hvorki skyldu né nauðsyn, þar sem ég veit, að þeir’
sem á annað borð lesa orðaskifti okkar R. E. Kv., vita
þetta, og þeir vita það ennfremur, að »Hundrað hugvekjur
eftir íslenzka kennimenn*, sem bent var á sem einskonar
áttavita í þessum efnum, afsanna ekki heldur þessi orð iuin.
hvernig sem dómar kunna að falla um þá bók að öðru leyt*-
Æskilegast hefði verið að ræða um námstilhögun guðfraeði-
deildarinnar, án þess að draga kennarana þar inn í þær um-
ræður. En R. E. Kv. hefur þó gert viturlega að minnast
þeirra í þessu sambandi. Áhrif og fremd slíkrar stofnunar fer