Eimreiðin - 01.01.1930, Blaðsíða 22
2
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
eimreidin
Alþlngi
930-1930.
fyrirboði þeirra ógna, sem yfir heiminn dundu með ófriðnum
mikla. Fráfall Steads var friðarhugsjóninni mikill hnekkir. Þy'
trúin er máttugri til mikilla verka en alt annað. Þess ber að
minnast, þegar ræða skal um framtíðina.
Allir, sem láta sér ant um heill og heiður þjóð-
arinnar, munu vilja vinna að því með þingi og
sljórn, hátíðarnefnd og framkvæmdastjóra, að
alþingishátíðin í júní næstkomandi megi hafa varanleg áhrif
á samlök og framsóknarhug allra landsmanna. Það er ekki
alt undir því komið, að sem flestir landsmenn mæti á Þing-
velli, enda verða vafalaust margir, sem ekki geta komið þvl
við. En verði hægt að skapa þanu hátíðarhug hvarvetna um
landið, að starfsþrekið styrkist, lífsgleðin aukist og samhugur
þjóðarinnar magnist, þá hefur þúsund ára afmælið náð til-
gangi sínum. Alþingi hefur jafnan, frá því það var stofnað á
Þingvelli fyrir þúsund árum, verið tryggasta tákn þess, sem
íslenzkast er í fari voru. Andlegt og stjórnarfarslegt sjálfstæði
vort er undir því komið, að allar framfarir í landinu verði
með íslenzku ættarmóti. Því það er bæði líffræðilegt og
sögulegt lögmál, að sú þjóð er dauðadæmd, sem glatar sér-
einkennum sínum að fullu. Alþingi á Þingvelli í sumar er
tákn þess, að vér séum frjáls og fullvalda þjóð, eins og þeir
menn, sem fyrstir stofnuðu það. Liggur þá fyrst fyrir að
rannsaka til hlítar, hvort svo sé í raun og veru.
A ferð meðfram ströndum Islands er það
einkum tvent, sem dregur að sér athygli ferða-
mannsins, þegar litið er til landsins: Annars-
vegar hrikaleg fjöllin, víða þverhnípt í sjó fram, og hinsvegar
sveitabæirnir, þorpin, kaupstaðirnir, þar sem strandferðaskipið
kemur við til þess að skila af sér fólki og farangri — og taka
annað í staðinn. Annarsvegar eru fulltrúar landsins, eins og
það hefur staðið frá ómunatíð, ósnortin náttúran, og hinsvegar
vegsummerki þjóðarinnar, sem landið byggir, ávöxtur alda-
langrar athafnarásar, hugsun kynslóðanna mótuð í efnið. Fa
lönd á hnettinum, sem talin eru á annað borð bygð, eru eins
fátæk að mannvirkjum — minjum um menn — og eins auðug
að frumstæðum náttúrueinkennum eins og ísland. Þjóðin hefur
ekki nema röskt árþúsund að baki, — eitt augnablik í sögu
Landnám á
byrjunarstigi.