Eimreiðin - 01.01.1930, Blaðsíða 90
eimreiðin
Flóttinn úr kvennabúrinu.
m.
Eg var hrædd við að fara heim. Hvað beið mín þar? I
vandræðum ráfaði ég um í bænum. Þegar ég kom loks heim,
var mér sagt, að Asim hefði gengið út.
Eg var varla komin inn fyrir þröskuldinn á herbergi mínu,
er heimilisfólkið þyrptist utan um mig. Það hafði auðvitað
þegar frétt það, sem gerst hafði í stjórnarráðinu, og tók að
spyrja mig spjörunum úr. Þegar ég kvað það satt vera, að
við Asim værum að skilja, grátbað það mig á allar lundir að
hætta við það áform mitt.
Það sór mér ást sína og undirgefni. Svo fór það að hágráta,
reif hár sitt og klóraði sig til blóðs. Mér bauð við þessum
aðförum fólksins og fullyrðingum þess um skyndilega vaknaða
ást þess á mér. Það var alt látalæti og ekkert annað.
En ég varð að vera gætin, og mátti ekki koma upp u111
mig, því ennþá var ég í Aganistan.
Ég beitti kænsku og sagðist ákveðið vona, að alt færi
á endanum. Ætlun mín væri aðeins að hverfa heim til ætt-
lands míns til að safna kröftum og ná mér aftur. Síðar mundi
ég hverfa aftur til Aganistan og Asims.
Smámsaman sljákkaði í fólkinu. Hatursfull augun hættu að
stara á mig, og það virtist láta sér lynda skýringar mínar. Eð
bað það að lofa mér að vera í friði, því ég væri bæði veik
og þreytt.
Ég varð sárfegin þegar það fór, og flýtti mér að tvílæsa
dyrunum.
Síðar um daginn fékk ég þau boð frá dómsmálaráðherr-
anum, að ég væri boðin til hans í miðdegisverð daginn eftu--
Ég varð skelkuð. Hvað átti þetta heimboð að þýða, þar seiu
búið var til fulls að gera út um skilnaðinn?
Ég varð að vera gætin og mátti með engu móti hlaupa a