Eimreiðin - 01.01.1930, Blaðsíða 75
e>MREIÐIN
Dóftir brjáluðu konunnar.
Davíö Þorvaldsson.
Ég mun aldrei gleyma þessum
blágráa vetrardegi.
Snjórinn féll yfir þorpið og
fjöllin í kring. Hvítar snjóflyks-
urnar komu siglandi langt að, líkt
og litlir bátar. Skýin héngu lág
og þungbúin. Það var hlýtt í veðri.
Við strákarnir úr þorpinu vor-
um á skíðum uppi í fjallinu þenna
dag, og við hvíldum okkur í hóp,
þegar Gvendur kom. Við sáum
undir eins á göngulagi hans, að
hann hafði eitthvað merkilegt að
segja okkur.
Það var svo mikill flýtir á hon-
um, að öðru hvoru gleymdi hann
1 hvorn fótinn hann átti að stíga fyrst, og svo lá hann þarna
marflatur, og litla eirrauða andlitið á honum glampaði á snjónum.
Við skemtum okkur við að horfa á hann. Þegar hann var
0,ninn í hljóðmál, hrópaði hann: »Vitið þið það?«
Hann hægði á sér, þegar hann hafði sagt þetta, því hann
Var viss um, að við vissum það ekki.
*Ef þú flýtir þér ekki, Gvendur, þá skal ég rota þig með þessari
Sn)ókúlu«, öskraði Mangi, langur sláni, sem sífelt drap titlinga.
Loksins var Gvendur kominn. En hann byrjaði á að snýta
Ser í rauðan vasaklút, sem hann var mjög hreykinn af.
*Byrjaðu, Gvendur«, hrópaði Elli, lítill strákur, sískítugur.
ar>n horfði nú illum augum á vasaklútinn.
Qvendi þótti nú hyggilegast að byrja, því hann sá, að þolin-
"’æði okkar var á þrotum.
*Það á að fara að flytja vitlausu Gunnu á Klepp«, sagði
nnn, heldur en ekki hróðugur yfir því að hafa orðið fyrstur
1 flytja okkur þessi tíðindi.