Eimreiðin - 01.01.1930, Blaðsíða 80
60 GUÐFRÆÐINÁM OG GÓÐ KIRKJA EiMREiniN
komið til hugar, að endurbætur og breytingar gætu ekki öðru
hvoru komið til greina, eftir því sem tíðarandi og ástæður
allar krefjast. Mun ég með fögnuði fallast á hverja þá breyt-
ingartillögu, sem ég get sannfærst um, að horfi til bóta og
gert geti deildina enn hæfari fyrir hlutverk sitt. Og ég veit,
að kennarar guðfræðideildarinnar hafa það víðsýni til að bera,
að þeir myndu taka slíkum tillögum með þökkum og veita
þeim fylgi sitt, ef þær kæmu fram. — En ég veit ekki til,
að þær hafi komið fram. Að minsta kosti tekur R. E. Kv.
lesendum sínum vara fyrir því að skilja grein hans »Um náæ
guðfræðinga* sem slíkar tillögur. Þar segir svo: »Þessi Srein
er ekki rituð til þess að bera fram ákveðnar tillögur um nýtt
fyrirkomulag á námi guðfræðinga«. En þeirri yfirlýsingu virð-
ist hann hafa gleymt, þegar hann ritar síðari greinina. Teluf
hann þar andmæli þau, er fyrri grein hans vakti, benda til
þess, að við, sem hreyfðum þeim, teldum »kenslumál guð'
fræðinga hafa verið leyst fyrir eilífð alla«, þegar háskólinn var
stofnaður. En báðar bera greinar hans með sér, að honum
er ríkara í hug aðfinslur en tillögur, svo lítið kveður að þvk
að máttur hans til að leysa vandamálið hafi sýnt sig. Hefð*
honum verið ráðlegra, ef taka hefði átt ummæli hans um ást
sína til þessarar stofnunar alvarlega, að rita um hana í öðr-
um tón en þeim, sem enn hefur kveðið við. Samt skal nu
reynt að leita uppi þau ummæli í grein hans, sem ráða maetti
af, að einhverjar tillögur hefði hann hugsað sér að gera, oS
leitast við að draga af þeim þær ályktanir, sem beinast liggja við-
Það felst t. d. ákveðin tillaga um guðfræðinám í þessum
orðum: »... mætti það virðast augljóst, að jafnframt því,
guðfræðinemandinn hafi gert sér sem allra ljósasta grein fyrir
persónuleika og máli Jesú, þá skifti það langsamlega mestu
máli fyrir hann að þekkja sína eigin samtíð, hugrnyndaheim
hennar, stofnanir hennar, heimspeki hennar, í einu orði
lífsstefnu hennar*. En þetta er engin breytingartillaga við
núverandi námsháttu deildarinnar. Hef ég áður lýst, hveria
megináherzlu guðfræðinámið leggur á það verkefni að kynnast
Kristi, sem er fyrri liður þessarar tillögu. Um síðari liðinn
hef ég einnig bent á, að deildin veiti fræðslu eftir fremsta
megni, svo hér hefur R. E. Kv. enga nýung fram að flyt)a*