Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1930, Page 44

Eimreiðin - 01.01.1930, Page 44
24 MYNDIN EIMREIÐIN- — Fyrir sex árum. Já, það hefur verið árið efíir að við giftum okkur. — — Anna kom aldrei heim eftir það. — Er langt síðan hún dó? — Tvö ár. — — Eg hef oft óskað þess síðan, að ég setti málverk af henni. En það er víst hvergi til. Hún mundi hafa sagt mér frá því, ef einhver hefði málað hana. Ég vildi, að þér hefðuð séð Onnu, þá munduð þér skilja, hvers virði mer væri að eignast þessa mynd. — — Eruð þér ráðinn í því að selja hana ekki? Eins og ég sagði yður áðan, horfi ég ekki í að gefa mikið fyrir hana. — Viljið þér lofa mér að hugsa mig um til morguns? — Þakka yður fyrir. Fyrirgefið áleitni mína. Ég vona, að þér skiljið, af hverju hún er sprottin. — Verðið þér heima í fyrramálið? — Já. — Verið þér þá sælir á meðan. Þegar gesturinn var farinn, kom húsmóðirin þjótandi inn. — Hvaða maður var þetta? spurði hún. — Ég man ekki hvað hann sagðist heita. — Það er ómögulegt, manstu það ekki? Jæja, en ég Se* nú samt sagt þér hver það hefur verið. Ég er viss um, að það var þessi miljónamæringur, sem mest er talað um núna. Hann er nýkominn hingað og kvað ekki vita aura sinna tal. — Mér heyrðist hann vera að tala um einhverja mynd, sem hann ætlaði að kaupa. — Já, það er ekki afráðið ennþá. — Nú, hvaða mynd var það? — Þessi þarna. Hann kemur aftur á morgun. — Það er gott. Okkur veitir sannarlega ekki af að selja eitthvað núna. Reikningunum rignir yfir okkur og ekkert til að borga með. Ég verð að gera mig ánægða með að ganga í sömu tuskunum mánuð eftir mánuð, og bráðum hugsa ég, að okkur verði hent út héðan. Blessaður reyndu að selja honum fleira en eitt málverk og seldu nú dýrt. Þú ert frá- munalega ónýtur að koma því út, sem þú gerir. Þegar svona náungar koma, verður maður að grípa þá glóðvolga.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.