Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1930, Page 22

Eimreiðin - 01.01.1930, Page 22
2 VIÐ ÞJÓÐVEGINN eimreidin Alþlngi 930-1930. fyrirboði þeirra ógna, sem yfir heiminn dundu með ófriðnum mikla. Fráfall Steads var friðarhugsjóninni mikill hnekkir. Þy' trúin er máttugri til mikilla verka en alt annað. Þess ber að minnast, þegar ræða skal um framtíðina. Allir, sem láta sér ant um heill og heiður þjóð- arinnar, munu vilja vinna að því með þingi og sljórn, hátíðarnefnd og framkvæmdastjóra, að alþingishátíðin í júní næstkomandi megi hafa varanleg áhrif á samlök og framsóknarhug allra landsmanna. Það er ekki alt undir því komið, að sem flestir landsmenn mæti á Þing- velli, enda verða vafalaust margir, sem ekki geta komið þvl við. En verði hægt að skapa þanu hátíðarhug hvarvetna um landið, að starfsþrekið styrkist, lífsgleðin aukist og samhugur þjóðarinnar magnist, þá hefur þúsund ára afmælið náð til- gangi sínum. Alþingi hefur jafnan, frá því það var stofnað á Þingvelli fyrir þúsund árum, verið tryggasta tákn þess, sem íslenzkast er í fari voru. Andlegt og stjórnarfarslegt sjálfstæði vort er undir því komið, að allar framfarir í landinu verði með íslenzku ættarmóti. Því það er bæði líffræðilegt og sögulegt lögmál, að sú þjóð er dauðadæmd, sem glatar sér- einkennum sínum að fullu. Alþingi á Þingvelli í sumar er tákn þess, að vér séum frjáls og fullvalda þjóð, eins og þeir menn, sem fyrstir stofnuðu það. Liggur þá fyrst fyrir að rannsaka til hlítar, hvort svo sé í raun og veru. A ferð meðfram ströndum Islands er það einkum tvent, sem dregur að sér athygli ferða- mannsins, þegar litið er til landsins: Annars- vegar hrikaleg fjöllin, víða þverhnípt í sjó fram, og hinsvegar sveitabæirnir, þorpin, kaupstaðirnir, þar sem strandferðaskipið kemur við til þess að skila af sér fólki og farangri — og taka annað í staðinn. Annarsvegar eru fulltrúar landsins, eins og það hefur staðið frá ómunatíð, ósnortin náttúran, og hinsvegar vegsummerki þjóðarinnar, sem landið byggir, ávöxtur alda- langrar athafnarásar, hugsun kynslóðanna mótuð í efnið. Fa lönd á hnettinum, sem talin eru á annað borð bygð, eru eins fátæk að mannvirkjum — minjum um menn — og eins auðug að frumstæðum náttúrueinkennum eins og ísland. Þjóðin hefur ekki nema röskt árþúsund að baki, — eitt augnablik í sögu Landnám á byrjunarstigi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.