Eimreiðin - 01.04.1930, Síða 17
EIMREIÐIN
Boðberar ódauðleika-kenningarinnar.
Eftir Einar H. Kvaran.
Öflugasti boðberi kenningarinnar
um líf eftir dauðann hafa auðvitað
trúarbrögðin verið. Það er þeirra
óumræðilega sæmd, og fyrir það
er mannkynið í hinni mestu þakk-
arskuld við þau, að í hinum ægi-
lega ólgusjó mannlífsins og þjóð-
anna, innan um blindsker harð-
ýðginnar og hrokans, bölsins og
bágindanna, vanþekkingarinnar og
V11)eysunnar, hafa þau alt af haft þennan glæsilega vita tendr-
aðan. Menn getur greint á um það, hvernig kenningin hafi
verið flutt, hvernig ljósum vitans hafi verið hagað. Hitt getur
ekki verið ágreiningsmál, að ljósið hafi logað.
Eg ætla ekki að gera vitnisburð trúarbragðanna að um-
ræðuefni hér, svo mikilvægur sem hann þó er. En mig langar
til að fara nokkrum orðum um það, sem lagt hefur verið til
málsins frá annari hlið. Vitnisburður trúarbragðanna hefur
ekki verið tekinn gildur af öllum. En ýmsir djúphyggjumenn,
sem ekki hafa tekið hann gildan, hafa reynt að láta skyn-
semi sína glíma við þetta mikla mál, og sumir reynt að færa
rök að því, önnur en hinar trúarlegu röksemdir, að vér eig-
um framhaldslíf í vændum; aðrir haldið því fram, að sú kenn-
ing sé ekki annað en blekking.
Mig langar til að fara nokkrum orðum um það, sem heim-
spekingarnir hafa til þessa máls lagt. Það liggur í augum
uppi, að mál mitt um þetta hlýtur að verða stutt og ófull-
komið. Það getur ekki orðið yfirlit yfir það, sem sagt hefur
verið úr þessum áttum. Ég verð að láta mér nægja að stikla
á nokkrum röksemdum. En ég reyni að velja þær úr, sem
mér hafa fundist mestu máli skifta. Ég veit ekki, hvort mér
8
^LDREI hefur hin æfagamla spurn-
ing um þaö, hvort vér lifum áfram
eftir líhamsdauðann, verið rædd eins
áhaft og alment eins og á vorum dög-
um. Æ fjölgar þeim, sem svara spurn-
•ngunni játandi, þótt ýmsir nafnkunnir
menn haldi og uppi andmælum gegn
því svari. Rithöfundurinn Einar H.
Kvaran dregur í þessari grein sinni
saman í eitt aðalmótmælin gegn ódauð-
eikatrúnni frá sjónarmiði efnishyggj-
U.nn^.’ natúralismans, bölsýninnar og
9Y 'strúarinnar og sýnir fram á veil-
Urnar * Þeiln mótmælum.