Eimreiðin - 01.04.1930, Side 19
EIMREIÐIN
BOÐBERAR ÓDAUÐL.-KENN.
115
komin fram fyrir starfsemi heilans, og að sálin sé ekki annað
en samsáfnið af þeirri hugrænu starfsemi, sem algerlega sé
háð jarðneskum breytingum. Þess vegna sé það óhjákvæmi-
leSt, að dauði líkamans hafi það í för með sér, að meðvit-
undin líði undir lok.
Aðrir svara þeirri kenningu á þá leið, að vitanlega sé hug-
urinn í nánu sambandi við heilann og lífið við líkamann, en
að hinu leytinu hafi það aldrei verið vísindalega sannað, að
hugurinn og lífið líði undir lok, þegar líffæri þeirra hafa
farið forgörðum.
Eftirfarandi athugasemdir, sem gerðar hafa verið við kenn-
ln9u efnishyggjunnar, skal ég benda á:
1) Maðurinn gerir sjálfur greinarmun á sjálfum sér og lík-
ama sínum.
2) Hann er sér þess meðvitandi, að hann er alt af sami
maðurinn, hvernig sem líkaminn breytist, og því meiri fylling
sem er í persónulegum þroska hans, því óháðara verður hið
innra líf hans ytra lífinu.
3) Þegar hann beitir vilja sínum, þá finst honum ekki, að
hkaminn ráði yfir sér, heldur að hann ráði yfir líkamanum;
°9 vitnisburðurinn frá samvizku mannsins um frelsi hans og
ábyrgð er síðasta ástæðan, sem meðvitundin hefur fram að færa.
Sir Oliver Lodge, einhver frægasti eðlisfræðingur Englend-
ln9a, hefur í andmælum sínum gegn efnishyggjunni haldið því
fram, að lífið kunni að vera eitthvað ekki eingöngu utan við
hið jarðneska, heldur eitthvað óefniskent, eitthvað utan við
ahar okkar núverandi hugmyndir um efni og kraft, jafnveru-
legt eins og efnið og krafturinn, en annars eðlis, og að það
noti efnið og kraftinn til þess að koma fram sínum fyrirætl-
unum. Fyrir þessari hugsun hefur hann gert fyllri og ljósari
grein en áður í bók sinni >Phantom Walls«, sem kom út á
síðasta ári. Hann hafnar öllum tilraunum til þess að skýra
persónuleik mannsins sem afleiðing af efnasamböndum, er
ráði sér sjálf og hafi máttinn fólginn í sjálfum sér, og hefur
fasta trú á því, að sá heimur, þar sem mannsandinn á betur
heima heldur en innan um þessi bráðabirgða-sambönd efnis-
ms, sé veröld, er getur framleitt djúpsettar og göfugar hugs-
anir og getur fundið háleitan fögnuð, löngu eftir að þessi