Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1930, Síða 20

Eimreiðin - 01.04.1930, Síða 20
116 BOÐBERAR ÓDAUÐL.-KENN. EIMREIÐIN reikistjarna — og jafnvel þetta sólkerfi — hefur fylt forlög sín og eru orðin köld og líflaus á sinni óendanlegu braut. Ameríski heimspekingurinn William James hefur í fyrir- lestri, sem komið hefur út á íslenzku, tekið sérstaklega til íhugunar hugsunina sem afleiðing af starfsemi heilans. Hann kannast við, að svo sé að nokkuru leyti; en hann hafnar þeirri kenningu, að heilinn framleiði hugsunina. Hann hugsar sér fremur, að hugsunin sé leidd í gegnum heilann, eitthvað svipað og Ijós gegnum gler. I núverandi ástandi voru þurfi hugsunin heilann til þess að komast fram og gera vart við sig. En af því leiði ekki að sjálfsögðu, að ekki sé til neitt annað ástand, þar sem hugsunin sé óháð heilanum. Bersýni- leg afleiðing af þeirri tilgátu er sú, að lífið sé þá ekki svo háð líkamanum, að það geti ekki haldið áfram, hvað sem um líkamann verður; enda var það vitanlega skoðun þessa heimspekings. Nokkuð annars eðlis eru mótbárurnar gegn framhaldslífinu, sem komið hafa frá sjónarmiði natúralismans. Þar er áherzla lögð á það að gera eingöngu grein fyrir manninum sem einu af þeim fyrirbrigðum, er náttúran hefur framleitt. Alheimurinn er svo óendanlega mikill, bæði svo stór og svo endingar- góður, og maðurinn er svo lítill, hnöttur hans er svo örsmár depill í rúminu, og saga hans er svo örstutt, að það virðist í meira lagi hrokakent, að hann fari að gera sér í hugarlund, að hann sé undanþeginn allsherjar-lögmálinu um tortíming. Þessu hefur verið svarað á þá leið, að maðurinn sé með hugsjónir, sem hafi algert gildi — hugsjónir um sannleik, fegurð og góðleik; að hugur hans geri sér grein fyrir mikil- leik alheimsins og allsherjar-lögum hans, og að slíkur hugur, sem skilur og ályktar, hljóti að vera meiri en það, sem hugsun hans snýst um. Bölsýnið kemur með þriðju mótbáruna: Núverandi líf er svo illa þess vert, að því sé lifað, að það væri ekki æski- legt, að því sé haldið áfram. Til andmæla gegn þeirri skoðun hefur það verið til fært, að saga mannkynsins réttlæti ekki þessa ályktun. Líf mikils meiri hluta mannanna sé gott, og þeir voni, að framhald verði á því. Og því hefur verið haldið fram, að þegar þessi böl-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.