Eimreiðin - 01.04.1930, Qupperneq 20
116
BOÐBERAR ÓDAUÐL.-KENN.
EIMREIÐIN
reikistjarna — og jafnvel þetta sólkerfi — hefur fylt forlög
sín og eru orðin köld og líflaus á sinni óendanlegu braut.
Ameríski heimspekingurinn William James hefur í fyrir-
lestri, sem komið hefur út á íslenzku, tekið sérstaklega til
íhugunar hugsunina sem afleiðing af starfsemi heilans. Hann
kannast við, að svo sé að nokkuru leyti; en hann hafnar
þeirri kenningu, að heilinn framleiði hugsunina. Hann hugsar
sér fremur, að hugsunin sé leidd í gegnum heilann, eitthvað
svipað og Ijós gegnum gler. I núverandi ástandi voru þurfi
hugsunin heilann til þess að komast fram og gera vart við
sig. En af því leiði ekki að sjálfsögðu, að ekki sé til neitt
annað ástand, þar sem hugsunin sé óháð heilanum. Bersýni-
leg afleiðing af þeirri tilgátu er sú, að lífið sé þá ekki svo
háð líkamanum, að það geti ekki haldið áfram, hvað sem
um líkamann verður; enda var það vitanlega skoðun þessa
heimspekings.
Nokkuð annars eðlis eru mótbárurnar gegn framhaldslífinu,
sem komið hafa frá sjónarmiði natúralismans. Þar er áherzla
lögð á það að gera eingöngu grein fyrir manninum sem einu
af þeim fyrirbrigðum, er náttúran hefur framleitt. Alheimurinn
er svo óendanlega mikill, bæði svo stór og svo endingar-
góður, og maðurinn er svo lítill, hnöttur hans er svo örsmár
depill í rúminu, og saga hans er svo örstutt, að það virðist
í meira lagi hrokakent, að hann fari að gera sér í hugarlund,
að hann sé undanþeginn allsherjar-lögmálinu um tortíming.
Þessu hefur verið svarað á þá leið, að maðurinn sé með
hugsjónir, sem hafi algert gildi — hugsjónir um sannleik,
fegurð og góðleik; að hugur hans geri sér grein fyrir mikil-
leik alheimsins og allsherjar-lögum hans, og að slíkur hugur,
sem skilur og ályktar, hljóti að vera meiri en það, sem hugsun
hans snýst um.
Bölsýnið kemur með þriðju mótbáruna: Núverandi líf er
svo illa þess vert, að því sé lifað, að það væri ekki æski-
legt, að því sé haldið áfram.
Til andmæla gegn þeirri skoðun hefur það verið til fært,
að saga mannkynsins réttlæti ekki þessa ályktun. Líf mikils
meiri hluta mannanna sé gott, og þeir voni, að framhald verði
á því. Og því hefur verið haldið fram, að þegar þessi böl-