Eimreiðin - 01.04.1930, Side 31
EIMREIÐIN
SKÍÐAFÖR Í ALPAFJOLLUM
127
horna-flækinginn, sem ætlaði sér að verða málari í Miinchen.
Hann kom þangað hnýttur og bæklaður eftir ýmsar mann-
raunir, nefbrotinn eftir Alaska-björn, en svo eldfjörugur, að
hann gat jafnt danzað fjalladanzinn þótt hann væri búinn að
vaka 2—3 sólarhringa við svaðilfarir og selja-danzleika. ]ú,
hann var orðinn friðlaus af ferðaþrá, var hættur að mála,
hættur að danza og þáði varla bjór. Svo lagði hann af stað
með farfuglunum suður á Sýrland. Nú danzar hann víst í
Arabaheimboðum á volgum sandinum. Ölkollurnar eru fyltar
með þykkum bæerskum bjór. „Skiheil!“ (heill á skíðum!) segir
Sestgjafinn og drekkur úr könnu sinni í einum teyg án þess
að depla augunum. Nýjum beykikubbum er kastað á arininn
°S pípurnar fyltar. Sex menn, sem töfrar fjallanna hafa bundið
orjúfandi vináttuböndum, sitja þarna við rauðleitt lampaljósið
°2 rifja upp gamlar endurminningar. Jugoslavinn P. er af
Sóðum svartfellskum ræningjaættum. Hann er stórleitur og
nefsíður, og þegar hann talar, er eins og hann hafi einungis
oma setningu að segja. Samt verða sögur hans ljóslifandi og
ógleymanlegar og klæðast litum hinna þungbrýndu fjalla ætt-
ands hans. Á brjóstinu ber hann stórt nisti, og í því eru
myndir af — tveim hestum!
Skáldið okkar er Bæheimsbúi, sem velur hugsunum sínum
sjaldgæf orð, og yrkir fyrir þá, sem gefa sér tíma til að skilja
P3U. Hann er oft þunglyndur, því eitt sinn á stríðsárunum, er
ann kom heim í kynnisför, þreyttur og snjáður, var verið að
Srafa ástmey hans, Elsu litlu, niður í gaddinn, í óheflaðri
ístu og pappírsklæðum. Þegar skáldið fer með Elsu-ljóð,
na allir, jafnvel ólátabelgurinn svissneski, sem annars
anzar^ stökkdanza eftir útfarar-ljóðum. Einn félaginn er úr
uruskógum Eistlands. Hann er rólegur og þunglamalegur,
eins og elgsdýr, en þegar hann byrjar að tala, er niður þús-
und vatna í rödd hans.
ð áliðnu kvöldi íekur húsbóndi gítar sinn og syngur með
vo u9um undirleik kvæði um hetjur Tyrolafjalla. Svisslend-
ingurinn danzar stökkdanz fjallabúa, skellir lófum á mjaðmir,
ne, leggi 0g iljar, og hringsnýst eins og hvirfilvindur.
dönzum fortíðar er stórfeldur máttur, og er fróðlegt að
era þá saman við tízkudanza, sem eru »búnir til« árlega,