Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1930, Page 36

Eimreiðin - 01.04.1930, Page 36
132 SKÍÐAFÖR í ALPAFjÖLLUM EIMREIÐIN teppi sín og hvílupokana. Svo sofnar hver við annars hlið, karlar og konur, án tillits til alls og allra. Þegar fyrsta morgunskíman gægist inn um gluggann, eru allir á fótum. Iskyggilegar veðurdunur er að heyra frá tind- unum, og kolsvartir hríðarmekkir þyrlast fyrir gluggann og kveða ömurlega við strompinn. TröIIslegur ferðamannaforingi frá Salzburg verður fyrstur til að líta út og kemur inn aftur með þá fregn, að þennan dag fáum við að halda kyrru fyrir og skoða í malpoka náungans. Vngra fólkið er nú ekki sér- lega hnuggið yfir þeirri fregn. Allur flokkurinn tekur sig til að dubba upp kofann fyrir reglulega fjallahátíð. Lítil, þeldökk fjallamær er duglegust. Hún byltir öllu upp og niður í kof- anum. Að lokum er gamli fjallaforinginn orðinn eitt bros og gengur ötulast fram í að hjálpa stúlkunni. Enda þótt svona fjallaskemtanir geti orðið þeim, sem taka þátt í þeim, meir en ógleymanlegar, þá má búast við, að frá- sögur um þær verði litlausar og barnalegar, því höfuðmáttur þeirra liggur fyrir utan takmörk málsins. Hópur manna af ýmsu tæi og með ýmsar áætlanir verða beinlínis að börnum og leika sér aftur að smáhlutum af hjartans einlægni. Eg hef séð fólk á baðstöðum reyna að leika sér í sandinum eins og börn, en það verður venjulega alveg utangarna — ofmikið af prjáli og fáránleik hinnar útreiknuðu menningar liggur í loftinu. En hérna í afskektum kofa, umluktum af hamslausum náttúruöflum, verða menn ósjálfrátt börn. Alt er svo stórt og ægilegt, að maður finnur sína eigin smæð. Nú erum við stödd uppi við tinda hins steinrunna hafs í litlum bjálkakofa. Úti hamast norðaustan blindhríð og hristir rambundna þakbjálkana, svo þeir svigna eins og öldustokkar á úthafsskipi í hliðarsjó. Hópur fólks, sem gleymt hefur tilverunni og því, sem átti að verða, leikur sér heilan dag. Prófessor, sem annars heldur fyrirlestra í sálarfræði í einni stórborg álfunnar, segir nú æfintýri af manninum, sem leitaði að ókunnu ströndinni, en það var maður, sem gengið hafði sig upp að hnjám við að leita að lampa eilífðarinnar og brotist upp á 7 snæviþakta fjallstinda til að hafa tal af 7 snæklukkum, sem voru einar færar um að vísa leiðina til ókunnu strandarinnar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.