Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1930, Síða 38

Eimreiðin - 01.04.1930, Síða 38
134 SKÍÐAFÖR í ALPAFJÖLLUM EIMREIÐIN af þökum kaffeníra bjálkakofanna. Þar er harðsnúinn Norð- maður, sem tekur 50 metra skíðastökk eins léttilega og þegar kría steypir sér eftir síli, En á kvöldin stendur hann uppi á stóli í bjálkakofanum okkar og syngur norskar spilamanns- vísur svo falskt, að allir tárast af hlátri. Niðri í Innsbriick mætir maður mjóleggjuðu ferðafólki. Það drekkur ölkelduvatn í pottatali, til að styrkja taugarnar, skiftir um föt þrisvar á dag, ber á sig olíur og hnotvatn til að dekkja húðina, fær sér svo breiðleitan Tíról-strák til að draga sleða sína eitthvað upp í brekkurnar. Um miðjan daginn horfa þessir meinleysingjar á einhvern skautagarp hoppa yfir röð af tunnum, en á kvöldin er skeggrætt um, hver hafi verið fínastur um daginn. Því fyrir fólk þetta eru búin til marglit föt og rafmagnshitaðir nefpúðar. Land mitt við heimskautsbaug má hrósa happi yfir því, að ár þess verða ekki allar brúaðar og að nefpúðafólk þetta mundi víla fyrir sér að sofa í tjaldi uppi í óbygðum, þar sem klakinn fer aldrei úr jörðunni alt sumarið. En ef einhvern- tíma verður of þröngt um vini okkar ofan af hásléttum Alpa- fjalla, munu hjarnbungur Hofsjökuls og Kerlingarfjalla verða athvarf þeirra. Með það fyrir augum vildi ég stofna félag fjallamanna íslands, en það yrði félag þeirra, sem telja ekki spor sín og leggja vilja eitthvað verulegt í sölurnar til að ryðja brautir fyrir vaknandi æsku. Væri ef til vill æskilegt, að fjallafólk þetta væri deild í Ferðafélagi íslands, sem hefur víðtækar ferðaáætlanir á stefnuskrá sinni. Með samvinnu við Þýzk-austurríska fjallafélagið og félagið »Toppen* í Noregi mætti vinna stórvirki á skömmum tíma. Heill á fjöllum! Guðmundur Einarsson frá Miðdal.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.