Eimreiðin - 01.04.1930, Síða 39
EIMREIÐIN
Þjóðskipulag og þingræði.
Hugleiðingar í ársbyrjun 1930.
[Um ritgerö Guðmundar prófessors Hannessonar .Goðastjórn*, sem birtist í 3—4. hefti
Eí'mreiðar 1929, hafa orðið allmiklar umræður, og nálega öll blöð landsins getið um þær
^ ^ 9ur, sem þar eru bornar fram til breytinga á þjóðskipulagi voru, auk þess sem greinin
e ur þegar birzt í þýðingu í dönsku tímariti. Sum blöð, sem rætt hafa tillögur prófessors-
ms, hafa fremur lagst á móti þeim. Þannig óttast blaðið “íslendingur- (sjá ritstjórnargrein
■ okt. 1929) kyrstöðu á flestum sviðum, ef tillögur prófessorsins um æfikjör þingmanna
ekp1US 1 ^ramkvæmd, og færir að þessum ótta sínum nokkur rök. En flest blaðanna hafa
h ld í^raun ^ að rökræða kosti þá eða galla, sem á tillögum prófessorsins má finna,
e ur látið sér nægja að segja frá tillögunum sjálfum. Gísli Sveinsson sýslumaður tekur
lrtarandi grein til athugunar ýms þau nýmæli, sem er að finna í fyrnefndum tillögum
U., svo og tillögum dr. Guðmundar Finnbogasonar og fleiri, sem um þessi mál hafa ritað.]
Það er ekki aðundra, þóttáhugasam-
ir menn og ritfærir taki sér fyrir hend-
ur — á þessum »síðustu og verstu tím-
um« — að skrifa um stjórnmálaástand-
ið í löndunum. Því að aldrei hefur það
verið eins sundurleitt og nú, og aldrei
orkað svo mjög tvímælis, hvort gott
sé eða lélegt, eins og upp á síðkastið.
Los er því mikið og áþreifanlegt með
flestum þjóðum, eigi aðeins þeim, er
skreyta sig með nafninu »menning-
arþjóðir*, heldur jafnvel einnig hjá hin-
um »lægric, er talið var eitt sinn að seint mundu rumska. Og
vel getur það ag borið, að þar rætist fyr en varir hinn gamli
spádómur, ag hinir síðustu verði hinir fyrstu! »Menningu<
menningarþjóðanna (hvítra manna) er að ýmsu leyti þann veg
farið, að eigi er allsendis ólíklegt, að hún verði þeim sjálfum
að falli, en hinum um leið nokkur lyftistöng, í bili a. m. k.
Ef til vill eru það og rök lífsins (hérna megin), að menn-
irnir ráði sinni eigin tortímingu; sögulegar staðreyndir frá
liðnum tímum geta ekki talist að mótmæla því.
En er þá rétt að láta fljóta »sofandi að feigðarósi<? Nei.
Góðir menn og gegnir, sem er umhugað um annað en sjálfa