Eimreiðin - 01.04.1930, Qupperneq 42
138
ÞJÓÐSKIPULAG OG ÞINGRÆÐI
EIMREIÐIN
fram til ársins 1906 (sjá t. d. rit hans »í afturelding«, Ak.
1906). Ríkis-krafan: »ísland frjálst og fullvalda ríki“, varð
herópið frá þeirri stundu (þótt það, af vissum ástæðum, væri
ekki beint orðað þannig í Þingvallafundarsamþyktinni 1907).
Bæði fyrir og eftir þessi tímamót héldu aðrir sókninni uppi,
en nú var markmiðið orðið ótvírætt. — Út í þetta eru ekki
tök á að fara frekar að sinni, enda þótt vafasamt sé, að þess
verði að réttu getið í Alþingissögunni (sem væntanlega kemur
út á þessu ári). Nafn G. H. mun þó sjást þar, því að átt
hefur hann sæti á alþingi; en andrúmsloft þeirrar samkundu
virðist ekki hafa átt við hann, svo sem vænta mátti eftir skap-
ferli hans og öllum aðstæðum, hvort sem skoðað er frá sjón-
armiði skynseminnar, samvizkunnar eða þekkingarinnar. Um
það bera og vott þjóðmálagreinir þær, er síðan hafa birzt
eftir hann á prenti.
Skyldi nú íhlutun og tillögur Guðm. próf. Hannessonar í
þjóðskipulagsmálunum verða eins afdrifaríkar eins og reyndin
varð í sjálfstæðismálinu — svo að einnig þær yrðu að veru-
leika eftir 12 ár, eða um það leyti, er Islendingar gætu að
fullu skilið við Dani (samkv. sambandslögunum)? Það mundi
verða að teljast næsta vafasamt, jafnvel þótt greinargóðir
menn teldu tillögur hans (í »Goðastjórn« o. s. frv.) álitlegasta
ráðið til bóta, sem að vísu er enn ósýnt.
Það þarf ekki að taka það fram hér, sem allir þekkja nú
orðið, er komnir eru til vits og ára, og margir viðurkenna,
að ágallar þingræðisstjórnar nútímans eru meiri en svo, að
frjálshyggjandi mönnum þyki viðhlítandi að óbreyttu.1) Einmitt
frjálshpggjandi mönnum, því að farið hefur átakanlega fyrir
þingræðinu eins og Pílatusi, svo sem sálmaskáldið kveður, að
»þetta sem helzt nú varast vann, varð þó að koma yfir hann«.
Þótt sem sé tilgangur þess væri upphaflega sá að veita lýðn-
um frelsi til hlutdeildar í meðferð þjóðmálanna (þjóðræði), þá
t) Ef menn skyldi vanhaga um samandregin rök að þessu, framar
því, sem þeir hafa fyrir augum í „daglega Iífinu", vísast þeim lil áður-
nefndra rita G. H. og G. F.