Eimreiðin - 01.04.1930, Blaðsíða 47
einireiðin
ÞJÓÐSKIPULAG OG ÞINGRÆÐI
143
margt að koma á undan, til þess að jafna aðstöðu héraðanna,
svo að hægt sé að leggja höfðatölumælikvarðann á. Er og
þetta líklega flestum auðsætt, ef íhugað er með nokkurri
raunþekkingu á högum þjóðarinnar, þótt hinar bollalegging-
arnar séu að hugsuninni til nógu aðgengilegar. Fleira mætti
og taka hér fram, sem eigi þykir þurfa að svo vöxnu máli.
2. Þá eru tillögur þeirra nafnanna, Guðmundanna,* 1) um
tilhögun hinnar æðstu stjórnar — landsstjórnarinnar — betri
og líklegri bæði að framkvæmdarmöguleikum og til endur-
bóta á stjórnarástandinu, enda styðja atburðir »síðustu daga«
eindregið þá skoðun. Landsstjóri yfir framkvæmdarvaldinu
(umboðsvaldinu) m. m., óháður kosningabraskinu og dutlung-
um flokkapólitíkurinnar, tilnefndur á öruggan hátt mestmegnis
fyrir atbeina annara aðilja en alþingis, og ráðherra yfir lög-
gjafar- og almennum stjórnmálum, er vitanlega sæti og færi
eftir vilja ákveðins meiri hluta þingsins, er að mínu viti lang-
bezta úrræðið. Með því væri vafalaust fengin verulegasta bótin
á óheillaástandi því, sem þingræðið skapar í stjórnarherbúð-
um, á áríðandi sviðum, og má gott heita ef það næðist.2) —
Framkvæmdarvald á að fara að lögum, löggjafarvald eftir
áhrifum.
Nokkrar líkur eru til þess, að þetta gæti fengið áheyrn
alþingis áður en langt um liði og komist í lög. Því að það
sameinar kosti og hugmyndir gamals og nýs skipulags. Og
með fleiri breytingum til nokkurra bóta, á þingkosningunum,
gæti ástandið orðið þolanlegt.
3. Þær breytingar tel ég:
Þótt haldið sé hinum almenna kosningarrétti (og kjörgengi),
mætti kjördæmaskipunin breytast nokkuð, án þess að rétt-
mætir hagsmunir héraðanna biðu tjón af. Hófleg samfærsla
kjördæmanna er brátt orðin tímabær hér á landi og mundi
með henni bæði gerlegt að taka meira tillit til fólkstölu en
nú er kleift, og eins mundi það hafa góð áhrif á val þing-
hæfra manna, og um leið gera hina kjörnu þingmenn sjálf-
1) Eliki er vel ljósf, hvort G. H. heldur fram um þetta alveg því
sama í ritg. „Goðastjórn" eins og í „Ot úr ógöngunum“.
1) Sjá nánar um þetta efni „Stjórnarbót'1 G. F.