Eimreiðin - 01.04.1930, Qupperneq 54
150
ÞJÓÐABANDALAGIÐ TÍU ÁRA
EIMREIÐIN
Costa Rica eru ekki talin hér, því þau hafa gengið úr banda-
laginu aftur. Það nær nú yfir 3/4 allra íbúa jarðarinnar, og
sem stendur eru það aðeins ríkin Afghanistan, Brasilía, Costa
Rica, Ecuador, Hedjas, Island, Meksiko, Tyrkland, Banda-
ríkin, Rússland og Egyptaland, sem ekki eru meðlimir þess.
Þó hefur stundum verið samvinna með Þjóðabandalaginu og
sumum þeirra ríkja, sem utan við það standa.
Aðalhlutverk bandalagsins er að halda uppi friðnum, og
verður ekki annað sagt en því hafi tekist það vel, þegar tekið
er tillit til þess við hve mikla örðugleika hefur verið að etja.
Hvað eftir annað hefur bandalagið fengið til meðferðar deilu-
mál milli ríkja, sem hefðu Ieitt til vopnaviðskifta, ef banda-
lagið hefði ekki verið til að koma á sættum. Hér er ekki
rúm til að nefna nema fáein þessara mála, og þau aðeins
að nafninu.
Álandseyjadeilart 1920—1922. Finnland varð, eins og kunn-
ugt er, sjálfstætt ríki upp úr rússnesku stjórnarbyltingunni. En
um sama leyti og Finnar lýstu yfir sjálfstæði sínu fóru Alend-
ingar þess á leit að mega ganga á hönd Svíum. Alendingar
eru um 26000 að tölu, tala sænsku og eru af sænskum ætt-
um, enda höfðu eyjarnar ásamt Finnlandi talist til Svíþjóðar
fram að árinu 1809. Sænska þjóðin var því mjög fylgjandi,
að Álendingar fengju að sameinast Svíum aftur, en Finnar
neituðu. í júní 1920 fór finski forsætisráðherrann sjálfur til
eyjanna til þess að fá eyjarskeggja til að gangast undir finsk
lög, en Álendingar neituðu. Þá létu Finnar taka tvo foringja
Álendinga höndum, og voru þeir ákærðir fyrir drottinsvik.
Síðan sendi finska stjórnin þrjár finskar herdeildir til eyjanna
með vélbyssur og önnur hergögn. Sænska stjórnin mótmælti
þessum gerðum, en finska stjórnin svaraði því einu, að hún
hefði farið í öllu rétt að og lögum samkvæmt, enda væri hér
um innanríkismál að ræða, sem engum kæmi við nema Finn-
um. Var þá sænski sendiherrann í Helsingfors kallaður heim,
og var ekki annað fyrirsjáanlegt en að til ófriðar mundi draga
með Svíum og Finnum.
Þá var það að Þjóðabandalagið greip fram í fyrir milli-
göngu Cursons lávarðar, þáverandi utanríkisráðherra Breta,
setti nefnd sérfræðinga í málið, og kom á sættum milli Finna