Eimreiðin - 01.04.1930, Síða 57
EIMREIÐIN
ÞjÓÐABANDALAGIÐ TÍU ÁRA
153
borg. Um líkt leyti bað ungverska stjórnin um hjálp frá banda-
laginu til þess að rétta við fjárhag landsins, og tókst að út-
vega 10 miljónir sterlingspunda í því skyni. Varla var þessu
lokið þegar nýtt vandamál bar að höndum. Eftir friðarsamn-
ingana í Lausanne milli Tyrkja og Grikkja stóðu um 1.400.000
grískir flóttamenn uppi allslausir. Mikill hluti þeirra hafði flúið
frá Litlu-Asíu inn í Grikkland, en gríska stjórnin gat ekki
séð þessu fólki farborða, og hjálparviðleitni útlendra félaga og
Þegar Kelloggs-sáttmálinn var undirritaður í París (27. ágúst 1928).
l'knarstofnana náði skamt. Ekki var annað fyrirsjáanlegt en
mikið af þessu fólki yrði hungurmorða. Gríska stjórnin leitaði
t>ví hjálpar Þjóðabandalagsins, og tókst því að útvega um 10
m>ljónir sterlingspunda lán, og var því varið til þess, að flótta-
mennirnir gætu sezt að í Grikklandi og farið að sjá fyrir sér.
^mn 31. dezember 1926 hafði rúml. 7>/2 miljón sterlings-
Punda af láninu verið varið til flóttamanna, sem settust að í
sveitum, en tæpri miljón til flóttamanna í bæjum, og var þannig
700.000 manns bjargað frá örbirgð og hungurdauða.
Á svipaðan hátt hefur Þjóðabandalagið hjálpað Búlgaríu,.
istlandi og Danzig með lánum.
Þriðja aðalverkefni Þjóðabandalagsins er að fá þjóðirnar til
pess að takmarka vígbúnað sinn, tryggja öryggið meðal þeirra
°2 koma því til leiðar, að deilumál, sem fram kunna að koma,