Eimreiðin - 01.04.1930, Qupperneq 61
CIMREIÐIN
ÞJÓÐABANDALAGIÐ TÍU ÁRA
157
um varnir gegn farsóttum. Meðal annars hefur það komið á
fót stöð í Singapore, þar sem eingöngu er unnið að því að
rannsaka hinar skæðu farsóttir, sem eiga upptök sín í stór-
borgum Asíu, svo sem kóleru og bólusótt, safna skýrslum
um þaer, og útbreiða þekkingu á vörnum gegn þeim. Það
hefur komið á vísindalegri samvinnu um að finna lausn á
Ýmsum erfiðustu viðfangsefnum læknisfræðinnar, heldur uppi
rannsóknum á því, hvernig sigrast megi á sívaxandi böli kyn-
ferðissjúkdóma, krabbameins og annara þeirra meina, sem
mannkyninu stendur mest ógn af nú á dögum. Rochefeller-
stofnunin hefur lagt fram stórfé til þessara mála, og auk þess
hefur Þjóðabandalaginu borist fjárstyrkur víðar að til þess að
koma heilbrigðismálum heimsins í sem bezt horf. Barátta
Þjóðabandalagsins gegn nautn ópíums og annara deyfilyfja
hefur enn sem komið er borið minni árangur en til var ætl-
ast. Fjársterk félög, sem standa á bak við sölu deyfilyfjanna,
hafa gert sitt til að spilla fyrir árangri af starfi bandalagsins,
°2 eftirlitið með því, að smyglun geti ekki átt sér stað, er
afar-erfitt. Hinsvegar hefur verið safnað ítarlegum upplýsing-
um í málinu, svo bandalagið er nú miklu betur sett en áður
í baráttunni gegn þessu heimsböli. Árið 1926 samþykti Þjóða-
bandalagið sáttmála um þrælahald. Það hafði komið í ljós að
' sumum nýlendum stórveldanna var þrælahald enn við lýði.
Með sáttmála þessum skuldbundu ríkin sig til að berjast fyrir
bví, að þessi smánarblettur yrði sem fyrst þveginn af þjóðun-
um. Þetta hafði meðal annars þann árangur, að í brezku ný-
lendunni Sierra Leone voru yfir 200.000 þrælar látnir lausir
skömmu eftir að sáttmálinn gekk í gildi. Áður en Þjóða-
bandalagið var stofnað, höfðu félög sjálfboðaliða risið upp
víða um lönd til þess að berjast gegn hinni svonefndu hvítu
brælasölu. Hvað eftir annað hefur það komist upp, að ungar
stúlkur frá Evrópu hafa verið gintar frá heimilum sínum og
seldar til ólifnaðarstöðva í stórborgum annara heimsálfa, eink-
Um til Asíu og Suður-Ameríku. Það er fyrst eftir að Þjóða-
bandalagið tekur að sér að berjast gegn þessari svívirðu, að
veruleg von er um árangur. Áður skorti samvinnu milli þjóð-
anna um að koma í veg fyrir söluna, en nú er sú samvinna
^engin. Sama er að segja um ráðstafanir bandalagsins til