Eimreiðin - 01.04.1930, Page 62
158
ÞJÓÐABANDALAGIÐ TÍU ÁRA
EIMREIÐIN
verndar börnum. Ekkert kemur þar að eins miklu haldi og
samvinnan. Sérstök nefnd innan Þjóðabandalagsins kynnir sér
alt, sem að þessum málum lýtur, svo sem meðferð barna,
sem starfa í verksmiðjum, kjör flökkubarna og munaðarleys-
ingja, áhrif kvikmynda á sálarlíf barna, áhrif áfengis og reyk-
inga á börn, o. fl., o. fl. Alt þetta starf er að vísu aðeins
stutt á veg komið. En þó stendur bandalagið nú ólíkt betur
að vígi til að grafa fyrir þær meinsemdir, sem hér er um að
ræða, en það gerði fyrir tíu árum síðan, er það hóf starf sitt.
Á ófriðarárunum fór öll vísindaleg samvinna milli þjóðanna
í mola. Þjóðabandalagið hefur nú komið henni á aftur. Árið
1922 var sérstök nefnd sett á stofn til þess að efla andlega
samvinnu, og árið 1926 var opnuð mentamálasamvinnustofnun
í París, sem er stjórnað af fyrnefndri nefnd Þjóðabandalagsins.
Verkefr.i þessarar stofnunar er meðal annars að koma á ferða-
lögum fyrir stúdenta, annast stúdenta- og kennaraskifti við hina
ýmsu háskóla, koma á samræmi í námi og prófum um allan
heim, kynna bókmentir smáþjóða meðal stórþjóðanna, ala æsku-
lýð allra landa upp við hugsjónir friðar og samvinnu, útrýma
misskilningi um aðrar þjóðir, leiðrétta villandi kenslubækur,
útbreiða fræðslu um Þjóðabandalagið og starf þess, gangast
fyrir alþjóðasamvinnu um þýðingar og breiða út þekkingu á
bókmentum þjóða og leiklist, o. s. frv. Meðal þeirra, sem
stjórna þessari starfsemi Þjóðabandalagsins, eru nokkrir af
frægustu vísindamönnum heimsins, svo sem prófessor Gilbert
Murray, Sir ]. C. Bose, frú Curie, prófessor Einstein og dr.
R. A. Millikan.
Enn er ein mikilvæg stofnun innan bandalagsins, sem leyst
hefur af höndum mikið starf og merkilegt, en það er Verka-
málasambandið (The Internaíional Labour Organisation). Það
er stofnað samkvæmt 13. kapítula friðarsamninganna til þess
að vinna að umbótum á kjörum verkamanna um allan heim
og tryggja vinnufriðinn. Þessi stofnun lýtur sérstakri stjórn
og er óháð bandalaginu, þó að kostnaðurinn við hana sé
greiddur af því, og allar þær þjóðir, sem eru í bandalaginu,
séu einnig í Verkamálasambandinu. Fyrsta þing sitt hélt sam-
bandið í Washington haustið 1919, það næsta í Genúa, en