Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1930, Side 72

Eimreiðin - 01.04.1930, Side 72
168 OG LÓTUSBLÓMIÐ ANGAR ... EIMREIDIN af síður lil guðs. Reynslan er oftast sú, að fátækir drengir biðja ekki til guðs. Þetta er ákaflega sorglegt, þótt það sé satt. Fátækir drengir berjast meðan kraftarnir leyfá, og þegar búið er að taka frá þeim síðustu vonina, þá öskra þeir. Síðan deyja þeir úr hungri. Hitt var satt, að drengurinn vissi ekki fyr en hann stóð á gangstéítinni með silfurpening í hendinni, en vagnhurð lokað- ist rétt við nefið á honum, og tólf þúsund dollara bifreið ók hljóðlaust í burt. En ökuþórinn rétti honum ekki heilan doll- ar, eins og stendur í sögubókum sunnudagaskólans, heldur aðeins hálfan dollar eða fimtíu sent. Hvort þetta var maður eða kona, sá hann ekki fyrir tárum. En það hefur sennilega verið efnakona, sem var á góðgerðahringferð í bænum til að friða samvizku sína út af því að hafa æst mann sinn til að láta berja og skjóta nokkur hundruð fátæka verkamenn, sem gert höfðu verkfall vegna kaupkúgunar í verksmiðjum hans í Carolina. En svo óvænt varð þessi breyting á högum drengs- ins, að hann hélt áfram að hrína eins og slökkviliðsbíll og áttaði sig ekki á því, að hann stóð hér með helming úr al- máttugum dollar í hendinni, fyr en tveir menn viku sér að honum og hristu hann ... 6. I stóru niðurníddu herbergi, sem einu sinni hafði verið myndhöggvarastofa, með skálduðum veggjum, einu rúmbæli, einni fiðlu og tveim brotnum stólum, liggur grindhoruð kona á bakið og lygnir aftur augunum. Oðru hvoru gefur hún frá sér sárar þjáningarstunur, sem líða út í bláinn. Grátur hefði verið sem fuglasöngur í skógi í samanburði við þessar stunur. Drepið á dyr. Inn kemur stórbeinóttur maður með voveif- Ieg kinnbein og hendur, sem minna á vetrarskóg, glóð of- (trúarmannsins í augunum og stígvél örbirgðarinnar á fótum, skæld og slitin. — Komdu sæl, frú Berta, segir hann. Hvernig er líðanin í kvöld? — 0, góð, þakka þér fyrir, segir konan, og dauðinn brosir í horbláu, dráttstríðu andlitinu. — Mér datt í hug, að kannske kynnir þú að hafa lyst á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.