Eimreiðin - 01.04.1930, Blaðsíða 72
168
OG LÓTUSBLÓMIÐ ANGAR ...
EIMREIDIN
af síður lil guðs. Reynslan er oftast sú, að fátækir drengir
biðja ekki til guðs. Þetta er ákaflega sorglegt, þótt það sé
satt. Fátækir drengir berjast meðan kraftarnir leyfá, og þegar
búið er að taka frá þeim síðustu vonina, þá öskra þeir. Síðan
deyja þeir úr hungri.
Hitt var satt, að drengurinn vissi ekki fyr en hann stóð á
gangstéítinni með silfurpening í hendinni, en vagnhurð lokað-
ist rétt við nefið á honum, og tólf þúsund dollara bifreið ók
hljóðlaust í burt. En ökuþórinn rétti honum ekki heilan doll-
ar, eins og stendur í sögubókum sunnudagaskólans, heldur
aðeins hálfan dollar eða fimtíu sent. Hvort þetta var maður
eða kona, sá hann ekki fyrir tárum. En það hefur sennilega
verið efnakona, sem var á góðgerðahringferð í bænum til að
friða samvizku sína út af því að hafa æst mann sinn til að
láta berja og skjóta nokkur hundruð fátæka verkamenn, sem
gert höfðu verkfall vegna kaupkúgunar í verksmiðjum hans í
Carolina. En svo óvænt varð þessi breyting á högum drengs-
ins, að hann hélt áfram að hrína eins og slökkviliðsbíll og
áttaði sig ekki á því, að hann stóð hér með helming úr al-
máttugum dollar í hendinni, fyr en tveir menn viku sér að
honum og hristu hann ...
6.
I stóru niðurníddu herbergi, sem einu sinni hafði verið
myndhöggvarastofa, með skálduðum veggjum, einu rúmbæli,
einni fiðlu og tveim brotnum stólum, liggur grindhoruð kona
á bakið og lygnir aftur augunum. Oðru hvoru gefur hún frá
sér sárar þjáningarstunur, sem líða út í bláinn. Grátur hefði
verið sem fuglasöngur í skógi í samanburði við þessar stunur.
Drepið á dyr. Inn kemur stórbeinóttur maður með voveif-
Ieg kinnbein og hendur, sem minna á vetrarskóg, glóð of-
(trúarmannsins í augunum og stígvél örbirgðarinnar á fótum,
skæld og slitin.
— Komdu sæl, frú Berta, segir hann. Hvernig er líðanin
í kvöld?
— 0, góð, þakka þér fyrir, segir konan, og dauðinn brosir
í horbláu, dráttstríðu andlitinu.
— Mér datt í hug, að kannske kynnir þú að hafa lyst á