Eimreiðin - 01.04.1930, Síða 77
eimreiðin
OQ LÓTUSBLÓMIÐ ANGAR...
173
Og þegar enginn svaraði neinu, hélt presturinn áfram:
— Hverjum mundi guð hjálpa fyr, — þeim, sem mæðast
undir krossinum og eiga sér einskis úrkosti, nema þjást hér
á jörðunni, eða hinum, sem láta tímann líða í syndsamlegu
andvaraleysi svo sem kvikmyndasýningum, spilamensku, danzi,
knattspyrnu, að ég ekki tali um þá, sem eyða hverjum af-
gangseyri í benzín og bifreiðaviðhald og aka af stað eitthvað
út í bláinn til að leika »golf« á sunnudagsmorgnana, án þess
að hafa verið viðstaddir hina heilögu þjónustu. Nei, guð
hjálpar ekki slíkum, fyr en þeir hafa tekið krossinn á herðar
sér og lært að bera hann með þolinmæði eins og ]esús
Kristur, sem bar sinn kross með þolinmæði. Guð fyrirlítur
hina stærilátu og léttúðugu, en elskar smælingjana og hina
hrjáðu, og hann hefur gefið þeim fyrirheit um hlutdeild í náð-
arríki sínu á himnum, ef þeir trúa og hlýðnast boðum vorrar
heilögu móður, kirkjunnar, og þiggja sakramentin jafnaðarlega
•.. Frú Berta, það er enn tækifæri til að veita þessum náð-
argjöfum viðtöku . ..
Þegar hér var komið sögunni, hafði Mr. Entoskin mist alla
þolinmæði við myndirnar á veggjunum. Niður með veggina
°9 myndirnar á veggjunum. Hann gekk hvatlega yfir að
sjúkrasænginni, skelti saman hælunum gagnvart prestinum,
eins og herforingi, sló út blárri krumlunni, og augu hans
shutu gneistum eins og glyrnur í kvikmyndabullu um leið og
hann sló fram þessari spurningu:
7- Hvar eru heimildirnar?
011 tignin og helgin í andlitsfalli prestsins hrapaði niður á við
1 undrun og felmtran við þessa óvæntu og staðlausu spurningu.
— Heim— heimildir? stamaði hann og allir drættir slöptu
ems og hrognkelsi, meðan hann virti fyrir sér óhemjuskapinn
1 látbragði ofstækismannsins. — Ég bið yður að fyrirgefa, en
e9 er hræddur um, að ég skilji ekki gjörla við hvað þér eigið.
Ég spyr um heimildir yðar, ef þér skiljið mælt mál.
Þleimildirnar á borðið, segi ég, staðreyndirnar á borðið, segi
e9- Vér hlustum ekki á neinar kerlingabækur hér; hér er ekki
staður fyrir neitt ábyrgðarlaust baðstofuhjal, vér heimtum
sannanir. Maður, sem ekki kemur með heimildirnar á borðið,
hefur stimplað sig.