Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1930, Side 79

Eimreiðin - 01.04.1930, Side 79
EIMREIÐIN OQ LÓTUSBLÓMIÐ ANQAR... 175 sjálfum. Þér hafið ekki grun um hinar víðtæku alstaðar ná- lægu verkanir hans frá því að hreyfa Chevreuls-pendúlinn og alt upp í að lækna banvænar meinsemdir í manni sjálfum, alt frá því að hreyfa lítið borð undir andasetum í dagstofu, þvert ofan í þyngdarlögmálið, upp í að fremja stórvirki, sem sett geta veröldina í uppnám. Þér hafið ekki hugmynd um stjórnfræði nútímans, sem hagjöfnungar eru að koma í fram- kvæmd í miklum hluta heims og hefur það markmið að bæta mannleg kjör á andlegum sviðum og veraldlegum, þannig að ekkert barn þurfi framar að tína rusl upp úr svaðinu til að geta lifað, engin fátæk verksmiðjukona framar að verða undir- lægja hættulegra sjúkdóma vegna æfilangs næringarskorts, enginn listamaður framar að verða hungurmorða, ekkert skáld að vera borið óhróðri framar vegna ástar sinnar á sannleik og hreinskilni, engir auðmenn að þrífast framar eins og krabbamein á þjóðfélagslíkamanum, engar kirkjur framar að ljúga soltinn skrílinn fullan af vonum um eplakökuna miklu á himnum ... Þér vitið ekkert, ekkert! Þér eruð ein allsherjar- gróðrarstöð af kapítalistiskum erfðalygum aftan úr svörtustu villimensku! — Guð fyrirgefur öllum þeim, sem hafa hreinan tilgang, anzaði presturinn. Guð fyrirgefur yður líka, vinur minn. Það kom dálítið fát á Entoskin gagnvart þessari tvítug- hundruðu hógværð kaþólskunnar og hann stamaði: — Eh, eh? Guð? Fyrirgefa? Mér? Hvað? Má ég biðja yður að skila til hans, að ég hafi aldrei beðið hann að fyrir- gefa mér? — Hann fyrirgefur yður samt. — Eg fyrirgef honum ekki. — Það er gleðilegt að heyra, kæri villuráfandi bróðir, að þér viðurkennið þó, að hann sé til. — Hvenær ætlar kaþólska kirkjan að komast upp á lag með að tala eins og heiðarlegur maður, sem skrifar upp á ávísun fyrir því, sem hann á inni? Hvenær tekur það enda, þetta ábyrgðarlausa svindilbrask með alvarlegustu úrlausn- arefni mannsandans? Ég sagði, að ég fyrirgæfi ekki því, sem ekki væri til. Og ég kæri mig ekki um fyrirgefningu frá því, sem ekki er til. Þar að auki er fyrirgefningarhugtakið út af
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.