Eimreiðin - 01.04.1930, Síða 79
EIMREIÐIN
OQ LÓTUSBLÓMIÐ ANQAR...
175
sjálfum. Þér hafið ekki grun um hinar víðtæku alstaðar ná-
lægu verkanir hans frá því að hreyfa Chevreuls-pendúlinn
og alt upp í að lækna banvænar meinsemdir í manni sjálfum,
alt frá því að hreyfa lítið borð undir andasetum í dagstofu,
þvert ofan í þyngdarlögmálið, upp í að fremja stórvirki, sem
sett geta veröldina í uppnám. Þér hafið ekki hugmynd um
stjórnfræði nútímans, sem hagjöfnungar eru að koma í fram-
kvæmd í miklum hluta heims og hefur það markmið að bæta
mannleg kjör á andlegum sviðum og veraldlegum, þannig að
ekkert barn þurfi framar að tína rusl upp úr svaðinu til að
geta lifað, engin fátæk verksmiðjukona framar að verða undir-
lægja hættulegra sjúkdóma vegna æfilangs næringarskorts,
enginn listamaður framar að verða hungurmorða, ekkert skáld
að vera borið óhróðri framar vegna ástar sinnar á sannleik
og hreinskilni, engir auðmenn að þrífast framar eins og
krabbamein á þjóðfélagslíkamanum, engar kirkjur framar að
ljúga soltinn skrílinn fullan af vonum um eplakökuna miklu á
himnum ... Þér vitið ekkert, ekkert! Þér eruð ein allsherjar-
gróðrarstöð af kapítalistiskum erfðalygum aftan úr svörtustu
villimensku!
— Guð fyrirgefur öllum þeim, sem hafa hreinan tilgang,
anzaði presturinn. Guð fyrirgefur yður líka, vinur minn.
Það kom dálítið fát á Entoskin gagnvart þessari tvítug-
hundruðu hógværð kaþólskunnar og hann stamaði:
— Eh, eh? Guð? Fyrirgefa? Mér? Hvað? Má ég biðja
yður að skila til hans, að ég hafi aldrei beðið hann að fyrir-
gefa mér?
— Hann fyrirgefur yður samt.
— Eg fyrirgef honum ekki.
— Það er gleðilegt að heyra, kæri villuráfandi bróðir, að
þér viðurkennið þó, að hann sé til.
— Hvenær ætlar kaþólska kirkjan að komast upp á lag
með að tala eins og heiðarlegur maður, sem skrifar upp á
ávísun fyrir því, sem hann á inni? Hvenær tekur það enda,
þetta ábyrgðarlausa svindilbrask með alvarlegustu úrlausn-
arefni mannsandans? Ég sagði, að ég fyrirgæfi ekki því, sem
ekki væri til. Og ég kæri mig ekki um fyrirgefningu frá því,
sem ekki er til. Þar að auki er fyrirgefningarhugtakið út af